Hlín - 01.01.1927, Side 65
Hlín
63
Búnaðarfjelag fslands þurfti, sem eðlilegt var, að
styrkja skólann. Veltur styrkurinn á 500—600 krónum
á ári. Skólinn hafði frá fyrstu tíð óhentugt húsnæði.
Þessvegna keypti frú Elín lóð handa honum, og ætlaði
skólanum þar ævarandi aðsetur, strax og hægt væri að
byggja, lausum við alla kostsölu. Frú Elín fluttist burt
úr Rvík um þetta leyti, og fanst málinu vel borgið hjá
Búnaðarfjelagi íslands. Enda liefði því verið það, ef
Þórhallur biskup, og þeir er honum fylgdu, hefðu feng-
ið að ráða. —
Mjer er ógeðfelt að rekja sögu þessa máls lengra, * *
þeir sem seinustu hnútana hnýttu, ættu að gera það, svo
málið skýrðist. — Því við, sem aðallega höfum frásagn-
ir Búnaðarritsins að fara eftir, erum alveg sannfærð
um, aö siðferðislega hefur B. í. ekki gert rétt, og hug-
sjónir sínar yfirgaf það, þegar það lagði niður skólann,
án þess að Icoma upp öðrum.
Samt hefur það aldrei alveg slept hendinni af þess-
um málum — það hefur styrkt umferðarkenslu og það
hefur styrkt Hússtjórnardeild Kvennaskólans í Rvík.
Þessvegna er það svo eðhlegt, að einmitt B. f. beiti sjer
fyrir innlendri mentun fyrir þær kenslukonur, sem það
þarf að hafa í þjónustu sinni — og komi þessu máli í
framkvæmd.*
ekki oftar í Búnaðarþingsfundargei’ðunum minst á húsbyggingu
hússtjórnarskólans, en af nefndarálitunum má sjá, að Búnaðar-
þingsmenn, um og eftir 1905, hafa haft brennandi áhuga fyrir
búnaðarfræðslu kvenna, og hafa þá skorað á Alþingi að stofna
tvo sveitaskóla fyrir konur, hliðstæða búnaðarskólunum. Eins
hafa þeir haft tröllatrú á umferðakenslunni, sem þeir styrkja þá
ríflega. R. P.
* Jeg vil geta þess, að þegar B. f. hætti sjálft að reka hús-
stjórnarskóla frú Elínar, þá seldi það forstöðukonunni, frú
Hólmfríði Gísladóttur, skólann, og' hefur hún rekið hann síðan.