Hlín - 01.01.1927, Page 66
64 Hlín
Það sem hefur knúð mig til að fara að leggja orð í
belg um þetta mál er: Að á öðrum landsfundi kvenna á
Akureyri 1926, var.kosin nefnd til að athuga ástand
húsmæðrafræðslunnar og vinna að framgangi hennar
til 1930, og var jeg kosin varamaður, en á nu sæti í
nefndinni. — Það er nú svo, að þegar nefndarkonur eru
sín í hverjum landsfjórðungi verður lítið úr fundar-
höldum. — En samkvæmt fundarályktun landsfundar-
ins, bar nefndinni að sækja um kr. 5000.00 til B. í., sem
t átti að verja í þágu húsmæðranámsskeiða víðsvegar um
land. (Finim þúsundir króna eru fertugasti parturinn
af því fje, sem B. í. fær úr ríkissjóði árlega). Við biðjum
ekki um það í þetta eina skifti, við viljum fá það altaf.
Við erum allar sannfærðar um, að því yrði vel varið,
og það myndi marg-endurgjaldast landinu okkar aftur.
Við fengum nú engar þúsundir í þetta skifti, en við
komum bara aftur og aftur, þangað til við fáum þær,
og þangað til þetta stónnál er komið í það horf, sem
landinu okkar verður fyrir bestu. Búnaðarfjelag Is-
lands hjálpar okkur til þess, það hefur margar leiðir að
fara, ein af þeim er sú sem jeg hef bent á hjer að
framan. R. P.
Um húsmæðramentun kvenna
eftir Sigrúnu P. Blöndal í Mjóanesi.
Niðurlag erindis, er birtist í 10. tbl. »Tímans« 1927.
Mjer hefur oft dottið í hug, er jeg hef verið að hugsa
um míál kvenna, að konurnar intu af hendi það, sem
norska þjóðskáldið krefst af hverju barni fósturjarðar-
Það hefði verið gaman að sjá Hólmfríði sem forstöðukonu fyrir
sveitaskóla, þar sem hún hefði getað rekið búskap í hæfilega
stórum stíl, og verið laus við kostsölu og lcaffiveitingar. Þar átti
Hólmfríður heima, en vel sje henni fyrir sitt mikl'a starf í þágu
þjóðarinnar. R- P-