Hlín - 01.01.1927, Page 67
65
Hlíri
innar í þessum vísuorðum: »Hvad du evner, kast av I
i de nærmeste krav«. Langmest af störfum kvenna
gengur til þess að uppfylla kröfur augnabliksins. Til
þess öðru fremur virðist náttúran hafa útbúið þær. Æfi
flestra þeirra líður í stöðugri baráttu við smámuni Jíð-
andi stundar — Það er ekki alveg víst að mönn-
um' sje þetta nægilega ljóst altaf, enn síður er
þeim ljóst hvað þetta kostar konurnar. Þeim er
oft brugið um þröngsýni af karlmönnunum. Sú
ásökun er sjálfsagt að miklu leyti rjettmæt.
En þröngsýnin er eðlileg afleiðing starfs þeirra. Störf
kvenna innan vjebanda heimilisis neita þeim víðsýnis,
neita þeim um alhliða þroska. Það er þessi takmörkun,
sem oft og tíðum kostar konurnar svo mikla fórn, því
stærri sem þroskamöguleikarnir og þekkingarþráin er
meiri. En alt lífið byggist á fórn í mörgum mýndum, og
allir menn, bæði konur og karlar, verða að takmarka
sig. Engin veit um alla þá möguleika, sem búa í einni
mannssál. Lífið virðist taka aðeins þá hæfileika í sína
þjónustu, sem það þarfnast á þeim stað og stundu. En
því verður varla neitað, að konan verður að takmarka
sig meira en karlmaðurinn. Þarna er hin eiginlega
kvenfrelsisbarátta háð. Annarsvegar milli þrár kon-
unnar til víðsýnis og alhliða þekkingar og hinsvegar,
skyldnanna, sem lífið leggur henni á herðar. Sú barátta
verður ekki útkljáð á löggjafarþingum, heldur innra
með hverjuim einstaklingi, hvenær sem þráin rís í
brjósti hennar til víðari sjónarhrings og hærra flugs,
en starfshringur heimilanna virðist geta veitt. En svo
mikilsverð eru úrslit þessarar baráttu, að heill þjóð-
anna er að miklu leyti undir því komin að konurnar
eigi þennan fórnarvilja takmörkunarinnar.
En hvernig er þeim svo launað í þrönga hringnum?
Hvernig launa karlmennirir það? Sjálfsagt misjafn-
5