Hlín - 01.01.1927, Side 69
Hlín
67
Uppeldismál.
Framsöguræða
flutt á fundi S. N. K. á Blönduósi, 25. júní 1927
af Abalheidi R. Jónsdóttur, Hrísum í Víðidal.
Mig langar til að fara hjer nokkrum orðum um upp-
eldismálin. Ekki af því, að jeg finni mig á nokkurn
hátt færa um að tala um þau, heldur af því, að mjer
finst, að fundir eins og þessi eigi umfram alt að hafa
þau til meðferðar.
Á undanförnum árum hafa konurnar haft mörg stór-
mál á dagskrá. Þær eiga það með rjettu, að þær eru á-
hugasamar og duglegar, þegar þær beita sjer fyrir ein-
hverju. Þær hafa lyft sannkölluðum Grettistökum, sjer-
staklega í líknar stai-fseminni, t. d. með forgöngu sinni
í Landsspítalamálinu, byggingu Heilsuhælis Norður-
lands og Hressingarhælisins í Kópavogi. — Ennremur
hafa þær komist talsvert áleiðis í því að bæta skilyrði
sín til aukinnar húsmæðrafræðslu. Á heimilisiðnaðar-
málinu hefur verið tekið alleinbeittlega o. fl. o. fl. —
En samt sem áður hefur verið æði hljótt um það málið,
sem jeg tel þýðingarmesta mál þjóðarinnar, en það er
barnauppeldið. Um það hefur lítið verið rætt eða ritað
opinberlega á undanförnum árum, svo mjer sje kunn-
ugt.
Um kenslu í barnauppeldi er ekki að ræða hjer á
landi,-nema þá sem bamakennurum er veitt í Kennara-
skólanum í Reykjavík. Hún er óneitanlega góð, það sem
hún nær, en það eru fáir, sem njóta hennar, og nem-
endur skólans eru margir ungir og óþroskaðir, svo á-
hrifanna gætir lítið.
5*