Hlín - 01.01.1927, Page 70
68
Hlín
Jeg vona að þið, háttvirtu konur, sjeuð mjer sam-
mála um, að okkur ætti að vera sjerstaklega mikið á-
hugamál að verða sem hæfastar til þess að inna af
hendi það starf, sem við hljótum að játa að er og verð-
ur okkar stærsta, helgasta og hjartfólgnasta hlutverk,
það að ala upp börnin okkar, að vera góðar og göfugar
rnæður. — Það er óneitanlega vandasamt og margbrot-
ið starf, sem móðurskyldan leggur okkur á herðar, og
því engin undur þó að við finnum oft til vanmáttarins,
þegar við horfumst í augu við uppeldisörðugleikana og
sjáum, hve margt er öðruvísi en vera ætti. — Hvernig
verður ráðin bót á slíku? Hvert eigum við konur að
sækja þekkingu og dug til þess að geta leyst barnaupp-
eldið betur af hendi?
Jeg álít að fyrst verði að vekja ahnennan áhuga fyrir
uppeldismálunum, gera almenningi það ljóst, að barna-
uppeldið er undirstaðan undir allri þjóðfjelagsbygging-
unni. — Að það snertir hvern einasta mann, hvort sem
hann sjálfur á börn eða ekki. — Kensla í uppeldisfræði
ætti að vera lögboðin fyrir alla. — Námsskeið og fyrir-
lestrar um þau efni gætu glætt áhuga og umhugsun
manna um skyldur sínar gagnvart börnunum. Þau
þurfa umfram alt kærleiksylinn og samhygðina. — Það
þarf að svala fróðleiksfýsn þeirra, án þess að særa þau
með ásökunum um fáfræði þeirra, göfga þau og betra.
Það er því ekki lítið áríðandi að þeir, sem eru með
börnunum, hafi það hugfast að vanda framkomu sína á
allan hátt gagnvart þeim.
En þótt uppeldisfræðiskensla kæmist á í skólum og
víðar, og að því verður að stefna, megum við ekki
hugsa, að hún kippi öllu í lag á stuttum tíma. Það verð-
ur langt þangað til áhrifanna gætir. En hvað getum við
þá gert, sem nú höfum börn undir hendi? Eigum við
einungis að heimta meiri uppeldisfræðslu og bíða svo
aðgerðalausar þangað til hún er fengin? Nei, vissulega