Hlín - 01.01.1927, Síða 72
70
Hlín
efnum. Móðurástin gerir þær hæfari til þess. Ástríki
þeirra vermir sálir barnanna. Engin getur kent barn-
inu ást á bænrækni og virðingu fyrir henni betur en
ástrík móðir, sem hefur tamið sjer hana og fundið end-
urnæringu og svölun þá er hún veitir. Ef mæðurnar
með áhuga og skyldurækt leggja grundvöllinn undir
trúar- og siðgæðislíf barnanna, halda þær áfram að
bera umhyggju fyrir hvernig bygt er ofan á hann af
öðrum. — Ekki getur það verið tilviljun ein, að mestu
mennirnir á trúmálasviðinu hafa átt hjartanlega trú-
ræknar mæður. Eitt dæmi, sem liggur svo nálægt, vil
jeg nefna. Þjóðskáldið okkar, Matthías Jochumsson,
segir í hinu ágæta kvæði um móður sína:
j>Þú bentir mjer á hvar árdagssól
í austrinu kom með líf og skjól.
Þá signdir þú mig og segir:
»Það er guð, sem horfir svo hýrt og bjart,
Það er hann, sem andar á myrkrið svart
og heilaga ásj ónu hneigir«.
Og ennfremur segir hann:
»Jeg hefi þekt marga háa sál,
jeg hefi lært bækur og tungumál,
og setið við listalindir.
En engin kendi mjer eins og þú
hið eilífa og stóra, kraft og trú,
nje gaf mjer svo guðlegar myndir«.
Uppeldisaðferð þessarar móðui- var sú, að hún vakti
hrifningu og aðdáun drengsins síns á því fegursta og
háleitasta í tilverunni. — Fullorðinn, já gamall, segir
sonurinn, að þau frækorn, sem hún sáði í hjarta hans
í torfbænum heima, hafi fjórir tugir ára með þeirra
mörgu sorgum og efasemdum ekki getað upprætt, en
orðið sjer varanlegri og haldbetri en alt annað sem