Hlín - 01.01.1927, Page 73
Hlin
71
hann heyrði og sá. Það eru eftirtektarverð orð þessa
manns, ekki hvað síst af því, að hann varð fyrir svo
margskonar trúaráhrifum, og með köflum hreifst hann
með ýmsum straumum og komst oft í hann krappann
eins og sjá má á kvæðinu: »Guð, minn guð, jeg hrópa«.
Þá var hann að komast á rjettan kjöl, og eftir það virð-
ist hann hugrór með niðurstöðu sína. Á einum stað
segir hann t. d.:
»Móður sinnar á morgni lífs
bam er brjóstmylkingur.
En í vetrarhríð vaxinnar æfi
gefst ei skjól nema Guð«.
Þrátt fyrir alt trúarvingl, alla efnishyggju og skyn-
semistrú, verður það þó altaf úr, þegar á reynir, að
maðurinn finnur vanmátt sinn, að trúarþörfin gerir
vart við sig, og svo Vík er hún í insta eðli mannsins, að
engin þjóð, hversu fáfróð og vilt sem hún er, fer á mis
við hana. Viltustu þjóðir tilbiðja og treysta einhverjum
guðum, sem þær álíta að geti hjálpað og stjórnað. —
Og svo mun það verða fyrir flestum af okkur, að þegar
sorgir og erfiðleikar buga, þá snúum við okkur til Guðs
og biðjum hann aðstoðar. Þessvegna er svo áríðandi, að
börnurium sé ungum kent við hvað þau eigi að halda
sér, svo þau séu ekki rótlaus og berist fyrir hverjum
straum. Við verðum að reyna að láta þau tileinka sér,
að það eru ekki fínu fötin, skrauthýsin eða tignar-
stöðurnar, sem treysta ber, heldur hitt: »Það gefst ei
skjól nema Guð«. —
En vel er þess að gæta, að við mæðurnar erum ekki
einar um uppeldisáhrifin. Þar eru margir að verki.
Þessvegna þarf einlæga samvinnu ef vel á að fara.
Fyrst þarf að vera náin samvinna með foreldrunum,
•'því ef annað rífur niður það sem hitt byggir, er ekki
von á góðu. — Allir heimilismenn þurfa að vera sam-
L