Hlín - 01.01.1927, Blaðsíða 74
72
Hlín
taka í því að hafa góð áhrif á börnin. — Hitt af því
sjálfsagðasta fyrir foreldrana finst mér vera að fá
sóknarprestinn sinn í lið með sér við uppeldisstarfið. —
Börnin ættu fyr að fara að ganga til spurninganna en
, nú tíðkast. Það er tæplega von, að prestarnir geti á ör-
fáum spurningastundum, haft varanleg áhrif á trúar-
og siðgæfislíf barnanna. Eg vil, að prestarnir, séu svo
einlægir vinir okkar mæðranna, að okkur sé óhætt að
trúa þeim fyrir, ef börnin hafa einhverja sérstaka
galla, sem okkur veitist erfitt að laga, og fá þá til að-
stoðar. — Börnunum þykir venjulegast mjög vænt um
prestinn sinn og virða hann, svo hann gæti óefað hjálp-
að móðurinni mikið, ef hann veit hvar skórinn kreppir.
Margri móður hættir til að draga fjöður yfir bresti
barna sinna og gera lítið úr þeim. Slíkt er heimskulegt
og hefnir sín.
Síðast en ekki síst vil jeg mi'nnast á kennarana í
þessu sambandi. Þeir eru þeir einu, að heita má, sem
lært hafa uppeldisfræði. Af þeim ætti að mega vænta
stuðnings. Þeir hafa ótal tækifæri til þess að hafa góð
áhrif á börnin. Flestar námsgreinirnar eru þannig lag-
aðar, að þær gefa tilefni til að benda börnunum á ýms
göfgandi sannindi. Góður kennari hefur því ótæmandi
efni, bæði í kenslustundunum og utan þeirra, til þess
að auðga börnin að ýmsum fögrum og drengilegum
dygðum, ef hann aðeins er áhugasamur og gætir þess,
að hann er siðferðislega skyldugur til þess. —
Jeg vona að ykkur sje það öllum ljóst, að það sem jeg
hef viljað segja með þessum Orðum, er þetta: Við kon-
urnar verðum alvarlega að beita okkur fyrir að bæta
aðstöðu okkar við hið vandasama uppeldisstarf. Fá vak-
inn áhuga almennings og ábyrgðartilfinningu fyrir
þessu máli, því það kemur öllum við. Fá aukna fræðslu
um barnauppeldi. Fá aukna samvinnu milli þeirra að-
ila, sem hlut eiga að máli. — Um fram alt, reynum