Hlín - 01.01.1927, Qupperneq 75
Hlín
73
sjálfar að brynja börnin okkar fyrir trúleysinu og sið-
.spillingunni. Gefum þeim »Guðlegar myndir«, er þau
geymi í hjörtum sínum, og verði þeim skjöldur og skjól
»í vetrarhríð vaxinnar œfi«.
Aðalheiður R. Jónsdóttir.
Prjedikun.
Flutt að Svínavatni 3. sunnudag e. trin. 1927.
eftir
sr. Björn Stefánsson á Auðkúlu.*
Lúk. 15. 11.—32.
Tilgangurinn með dæmisögunni um glataða soninn
er vitanlega sá, einsog með dæmisögum Jesú yfirleitt,
að gera einhver lífssannindi sem eftirminnilegust, sann-
indi sem, að dómi Jesú, má ekki ganga fram hjá eða
loka augum fyrir. Jesú reynir aldrei að útlista lífsgáf-
una sjálfa, en reynir að setja oss sem glegst fyrir sjónir
hin einstöku sannleiksatriði lífsins, eða lífið einsog það
er í sannri raun. Enda mun svo reynast fyrir flestum,
að því meir sem þeir leitast við að fá gátuna leysta, því
flóknari verður hún, og því fleiri spurningar vakna.
Þegar vjer hugleiðum lífið, sjáum vjer, að það er ekki
aðeins margþætt, heldur líka, að þættirnir eru ótelj-
andi. Það hefur ekki aðeins eina, heldur ótal hliðar.
Vjer sjáum, að þessu og öðru er svona og svona háttað,
en hversvegna það er svona, það vitum vjer ekki.
Spurningar þyrlast upp eins og óteljandi skýhnoðrar,
sem dragast saman og geta orðið að þjettu samfeldu
skýi, sem varpar skugga. -Ráðgáturnar verða að stóru
fjalli, þegar nær dregur, þó í miklum fjarska sýnist að-
eins smáhæð, og fjallhæðin vex, því lengur sem vjer
*Prjedikun þessi birtist hjer eftir beiðni ritstj. »Hlínar«.