Hlín - 01.01.1927, Blaðsíða 76
74
HUn
'horfum, svo oss sundlar, og vjer verðum að gefast upp
við að komast yfir fjallið, gefast upp við að fá ráðgát-
urnar leystar, fá spurningunum svarað, fá samræmi í
þetta margbrotna kerfi, þar sem úir og grúir af mót-s
sögnum og ósamræmanlegum andstæðum.
Ein af stærstu ráðgátunum hefur mjer altaf virst
vera samband og veruleiki þess sem vjer venjulega köll-
um gott og ilt í tilverunni, að fá það samrýmt vilja al-
góðs, alviturs og almáttugs guðs, fá það alt í eina sam-
steypta heild. Hvernig á að gera sjer grein fyrir, að
þetta líf vort mannanna virðist vera eins og leiksoppur
tveggja andstæðra afla: hins góða og vonda, eða hins
fullkomna og ófullkomna? Látlaus barátta milli þeirra
virðist vera um alt líf vort. Allir virðumst vjer vera
undirorpnir áhrifum frá þessum öflum meira eða
minna. Þau virðast bæði jafn upprunaleg og samgróin
eðli voru. Baráttan milli þeirra sjálfsögð og eðlileg í
alla staði. Vjer getum kallað þau mismunandi nöfnum,
kallað það vonda: neikvæð gæði, lægri hvatir eða eitt-
hvað annað, en það skiftir hjer engu máli. Ráðgátan
verður ekki leyst að heldur. Vjer skiljum ekkert í
þessu, og í rauninni mun árangurslaust að brjóta Hfeil-
ann um, hversvegna þetta sje svona, hvernig á þessu
standi. En hitt getum vjer allir skilið, að þetta er svona
og enganveginn öðruvísi. Vjer erum undirorpnir áhrif-
um góðs og ills. í oss toga góðir og illir kraftar. Kraft-
ar, sem vilja þrýsta oss niður á við, teygja oss burt frá
sjálfum oss, ef svo mætti segja. Það eru einskonar seið-
mögn, sem fá oss til að slá undan og berast með
straumnum, lofa að svala þorsta vorum, en æsa hann
því meir. Allir þekkjum vjer þessi mögn, og flestir eða
allir hafa meðfætt hugboð um að þau leiði á glapstigu
og til glötunar, þó það hugboð sje einatt óljóst og veikt.
Þetta hugboð á' rót sína og stuðning í mótstæðu afli,
sem reynir að færa oss á móti straumnum, sem reynir