Hlín - 01.01.1927, Síða 77
Hlín
75
að toga oss upp brekkuna, og vjer finnum, að ef vjer
hlýðum því, þá erum vjer sjálfum oss trúir. Vjer
finnum að það er afl hins góða, sem reynir að verja
oss glötun. Af hverju þetta er svona, það vitum vjer
ekki, en vjer vitum með eins mikilli vissu eins og
vjer vitum að jörðunni undir fótum vorum að svona
er það. Vjer vitum að möguleikarnir eru tveir: að týn-
ast og að varðveitast, viðvara. Vegirnir ei’u tveir, ann-
ar sem liggur til frelsunar, til lífs, hinn sem liggur til
glötunar, til dauða. Um tvo kosti er að velja fyrir hverj-
um einum: að varðveita sjálfan sig og að glata sjálfum
sjer. Móti því tjáir ekki að mæla. Hver og einn finnurr
að þetta er svona, þó ýmsir reypi að telja sjer trú um
annað, og takist það ef til vill að nokkru leyti.
Dæmisagan um glataða soninn á að bregða upp fyrir
oss þessum mikilvægu og alvöruþrungnu sannindum.
Og sálfræðilega skoðað hlýtur hún altaf að verða sann-
kallað meistaraverk. í glataða syninum sjáum vjer
sanna mannlífsmynd. Með óvenju glöggum litum eru
línurnar dregnar, mótsetningarnar settar fram, sýnt
hvernig vegirnir greinast og liggja til hægri og vinstri.
f glataða syninum berjast hin andstæðu öfl um yfirráð-
in. — Margar svipaðar sögur þessari hafa farið fram
á sjónarsviði lífsins og fara fram enn í dag. Að vísu
er fæstra lífssaga í eins skýrum dráttum og þessi saga.
En allir eiga eitthvað sameiginlegt með glataða synin-
um. Allir, sem eru fulltíða menn, kannast við þær radd-
ir innra með sjer, sem kölluðu soninn í fyrstu heiman-
að úr föðurhúsunum út í soll lífsins og svakk, og því
næst þær raddir sem seinna hvísluðu í eyra hans að
snúa við og leita aftur skjóls undir greinum hins forna
trjes, sem gaf best skjól á barndómsárunum, m. ö. o. að
leita aftur heim. Altaf eru einhverjar raddir sem kalla
oss bui-t frá því sem er óspilt og gott í fari voru út á
tvísýna vegi, frá því sem er hreint út á óhreinar braut-