Hlín - 01.01.1927, Qupperneq 78
76
Hlín
ir, frá skyldum vorum og boðorðum til ótrúmensku, ó-
hlýðni og lögbrota, en jafnframt höfum vjer eflaust
orðið varir við raddir sem kölluðu á oss að snúa heim,
vöruðu oss við að halda lengra; og ef til vill hlýddum
vjer þeim röddum, áður en of langt var gengið.
Glataði sonurinn heimtaði sjer útborgaðan sinn hluta
föðurarfsins. Það gat verið rjettmætt, en svo fór hann
með fjármunina í fjarlægt land og sóaði þeim þar í ó-
hófsömum lifnaði. Um allmarga mun svipað mega
segja, að þeir hafi sóað þeim arfi, sem betri var en
fjármunir í fjarlægu landi, glatað dýrustu arfleifð
sinni, glatað barnshuga sínum, glatað hreinleik sínum,
glatað sjálfum sjer.
Dæmisagan bregður upp fyrir augum vorum þessum
sannindum. Þetta lang alvarlegasta viðfangsel'ni mann-
lífsins er hjer framsett í ógnar óbrotnum, en jafnframt
ljósum og skiljanlegum búningi. Þetta háalvarlega
sannleiksatriði, að glötunarvegurinn liggur opinn og
auðfarinn hverjum einasta manni. Hvenær sem er, er
mjer í lófa lagið að sóa því besta, sem jeg á til í eigu
minni og kasta því fyrir svín, og láta þau fótum troða
það, og það sem alvarlegast er — láta það glatast með
öllu.
Þetta mikla alvörumál þreytist Jesú alrei á að ræða.
Hann kostar kapps um að gera það sem ægilegast í eyr-
um áheyrenda sinna. Og alveg ótvírætt er þetta á-
hersluatriðið og undiraldan í allri kenningu hans, og
það sem knýr hann til starfa, enda segir hann það marg-
sinnis berum orðum. Hann er, samkvæmt hans eigin
orðum, beint kominn til þess að leita að hinu týnda og
frelsa það, og þessvegna kallast hann frelsari. Hann
gefur sjálfan sig út til þess að varna því, að vjer menn-
irnir sóum arfleifð vorri, varna því, að vjer villumst út
á glötunarveginn, og til að leita að þeim og leiða þá
heim sem hafa týnst, hafa vilst út af rjetta veginum.