Hlín - 01.01.1927, Page 79
Þessvegna er það undarlegt, þegar sumir tala um
Jesúm Krist eins og hann hafi haft alt annan tilgang
og hlutverk með komu sinni, eða reyna eins og að
breiða yfir og sneiða hjá þessu höfuðatriði í kenningu
hans og guðsríkisboðun.
Að vísu er það jafnan vanþakklátt starf og ekki á-
nægjulegt að segja mönnum til syndanna, tala við þá
um ávirðingar þeirra og þær geigvænu hættur, hrasan-
ir, glötun og dauða sem þær geta leitt til. En bestur
verður þó jafnan sá vinurinn, sem til vamms segir, og
aldrei verður neinum það gróði, þó hulinn sje fyrir
honum sannleikurinn. Enginn er vaxinn því að vera
fi’æðai'i og leiðtogi, sem ekki þorir að horfast í augu
við sannleikann í hve ægilegri mynd sem hann birtist.
Ef yfir mjer vofir, eða framundan mjer er, lífshætta,
þá er hún þar eins fyrir því, þó jeg láti aftur augun og
forðist að sjá hana, eða þó einhver reyni að telja mjer
trú um að þar sje engin hætta. Ekki er fuglinn óhultari
fyrir skoti skyttunnar, þó hann stingi höfðinu undir
vænginn, áður en skotið ríðui' af.
Það er óneitanlega .sorglegt, að til skuli vera mögu-
leiki, já, opinn og greiður vegur fyrir hvern sem er, til
glötunar og tortímingar eins og fyrir glataða syninum.
Vjer getum sagt að það sje óskiljanlegt og stríði á móti
ýmsu öðru sem oss er kent satt að vera, svo sem alvisk-
unni, kærleikanum og almættinu. En engar hugleiðing-
ar eða heilabrot geta nokkurntíma gert það sem er satt,
ósatt, eða burtnumið það sem er raunverulegt á annað
borð. Oss mun því hollast að hafa sannleikann óhjúp-
aðan fyrir augum vorum í hverju sem er, og það enda
þó hann sje beiskur og sorglegur. Og engan sannleika
er oss meir um vert að muna en þann, að enginn hlutur
er hægari en að týna sjálfum sjer, sóa sinni dýrmæt-
ustu arfleifð. — En þegar þetta er tekið svikalaust
frarn, þá er hins jafnskylt og sjálfsagt að minnast, að