Hlín - 01.01.1927, Síða 82
80
tilín
um, fult af synd og spilling, sorgum, eymd og' dauða,
kulda og kærleiksleysi, en jafnframt fult af fegurð og
samræmi, frá því smæsta til þess stærsta, fult af gæð-
um og göfgi, fult af ljósi og fögnuði, fult af dygð og
kærleika sem fyrirgefur' í það óendanlega, fuít af ó-
tæmandi öflum og fjársjóðum.
Vjer skiljum þig ekki, en beygjum oss í lotning. Vjer
vitum að guð er þó yfir öllu og í öllu, jafnvel glataða
syninum, þegar hann er kominn langt frá föður-
húsunum. — Mikla djúp ríkdóms og speki, mikla guð-
dómsdýrð. Þökk ómælandi fyrir að þú gafst oss lífið,
sem á upphaf sitt í þjer, og að lokum hverfur til þín
aftur, til uppsprettunnar eilífu. Amen.
Merkiskonur.
Anna Pálsdóttir Stephensen
(fædd Melsteð).
Haustið 1902 var jeg á ferð á Akureyri. Jeg var þá
unglingstelpa, ein míns liðs og öllum ókunnug. — Sunn-
anvindur var og sólskin yfir Eyjafirði. Vaðlaheiðin al-
græn, Garðsárdalurinn dimmblár, en Iýaldbakur hafði
sett upp hvíta húfu. Þetta var í fyrsta sinn, sem jeg leit
höfuðstað Norðurlands. Þótti mjer þá annarlegur og
suðrænn blær hvíla yfir bænum. Kolsvart lognið á Poll-
inum, ylurinn í loftinu og græn ti-je inn á milli húsanna
áttu sinn þátt í því.
í Fjörunni var friður, og fuglagarg yfir Leirunni.
Þar voru húsin lág og fornfáleg, en utar og yfir þeim
gnæfði reisulegt, nýbygt veitingahús, »Hotel Akur-