Hlín - 01.01.1927, Page 84
82
Hlín
Maríu fósturdóttur hennar, vœri í bænum, var ekki
beðið boðanna og hún sótt. Frú St. tók mjer með kost-
um og kynjum, þó jeg hefði aldrei sjeð hana fyr. Bað
hún mig að skoða sitt heiimili sem mitt heimili á meðan
jeg stæði við. — Þetta voru fyrstu kynni min af frú
Stephensen. — Kemur þarna í ljós þrent af því, sem
einkendi þá konu: Ættrækni, gestrisni og kærleikurinn
til Maríu.
Viðkunnanlegt með afbrigðum var að vera gestur hjá
frú Stephensen. Auðsjeð var að henni var unun að sjá
ný andlit, kynnast nýjum hugsunum og heyra nýjungar
annarstaðar frá. — Viðræður hennar báru vott um mik-
inn fróðleik og víðsýni. — Heimili hennar bar þess
vott, að þó húsmóðirin væri víðlesin, ljet hún ekki hús-
störfin sitja á hakanum. Var sem umhyggja hennar
ljeki um alt heimilið og andaði vellíðan yfir íbúa þess.
— Ilmur frá rósum og nellikum i gluggunum töluðu
sama máli. Og ilm af ræktarsemi við liðna tíð lagði frá
gömlum dragkistum og myndum af ættingjum víðsveg-
ar um stofurnar.
Frú Stephensen ræddi við gesti sína um söguleg efni.
Komst maður fljótt að raun um, að íslenskar fornsögur
og viðburðir liðinna alda voru henni einkar hugðnæm
umræðuefni. Ættfróð var hún einnig, svo sem sögufróð-
um mönnum er títt. Ættirnar mynda nokkurskonar
uppistöðu í viðburðavef aldanna. — En nýrri tíma við-
burðir spegluðust einnig í viðkvæmri sál, þar sem frú
St. var. Oft þurfti hún þó að vita hverrar ættar menn
þeir væru, er húh heyrði um', og var þá sem líf þeirra
og gerðir fengju tvöfalda þýðingu í augum hennar, ef
ættin var henni kunn. — Lífið var í augum hennar sam-
feld heild, nútíð og framtíð, sem átti rætur í liðinni tíð
og var afleiðing hins liðna. — Bókmentir og ljóðmæli
nýrri tíma voru frú St. sífeld uppspretta yndis og
nautnar. Var hún einkar glögg að greina hið fánýta