Hlín - 01.01.1927, Page 85
Hlín
83
frá því, sem hafði gildi. En sönglist unni hún mest allra
lista. — Áttu þær mæðgurnar vel saman í því. María
Ijek afburðavel á píanó, og skemti hún gestum þeirra
með leik sínum og barnslegri glaðværð. — En þegar fór
að rökkva var kveikt á stórum lampa með rauðu glasi.
Varpaði ljósið hlýjum bjarma á ljósbláa veggina — en
frú St. tók fram gítar sinn og ljek undir söng sínum.
Voru það gömul lög eftir Mozart, Weber og Boieldieu.
— Inni í borðstofunni, sem lá þrepi neðar, glampaði á
messingketil, kínverska bolla og rauð begóníublóm. -^-
Frú Stephensen hugsaði lika um líkamlegar þarfir
gesta sinna, og þegar söngnum var lokið, sótti hún alls-
konar góðgæti inn í hurðhvelfdan hornskáp og bar
fram
Þeir, sem áttu kost á að kynnast frú St. nánar, kom-
ust að raun um að fleira átti hún sjer til ágætis en
mentun, listagáfur og húsmóðurkosti. — Hún var þann-
ig skapi farin, að hún var sífelt að gefa öðrum af kunn-
áttu sirini og fróðleik. Hafði hún jafnan ungar stúlkur
til náms, sem hún kendi tungumál, hannyrðir eða hljóð-
færaslátt. Undi hún ekki nema að vera sífræðandi. Þeg-
ar ekki var öðru til að dreifa, tók hún að sjer litlar telp-
ur og kendi þeim að prjóna eða stafa.
Eitt var það í fari frú St., sem er sjaldgæft. Hún
lagði aldrei öðrum hnjóðsyrði. Yrði hún vör við að aðr-
ir feldu ómilda dóma, dró hún fram það, sem afsakað
gat, eða veitt skilning á því, sem dæmt var.
Frú St. var raunakona. Hún átti viðkvœmt og ríkt
tilfinningalíf. Móður sína misti hún ung, naut því aldrei
móðurástríkis, því stjúpa hennar og hún áttu ekki skap
saman. En föður sínum, Páli sagnritara Melsteð, unni
hún hugástum, og mat hann fram yfir alla menn aðra.
— Sjálf eignaðist hún aldrei barn. — En fóst-
urdóttirin, María, gáfuð stúlka, fjölhæf og fríð, varð
6*
L