Hlín - 01.01.1927, Page 87
Hlín
85
vel háum og helgum hugsjónuim og tilfinningum, að
það veki leiðindi og óbeit; en samt ætla jeg að gerast
svo djarfur, að tala hjer nokkur orð um ættjarðarást í
þeirri von að ekki veki leiða á henni, þó að oft og mikið
hafi verið um hana talað. — Jeg ætla ekki að tala uin
ættjarðarást svona alment út í bláinn, heldur ættjarðar-
ást einnar sjerstakrar þjóðar, auðsýnda í verki, frammi
fyrir öllum heimi, svo að enginn má rengja, og með svo
stórfeldum árangri og giftudrjúgum, að eigi fær dulist.
Það er ekki úr vorri sögu, það dæmi — því miður —,
þar erum vjer íslendingar svo fátækir; vjer, sem varla
höfum fórnað einum dropa af blóði fyrir ættjörðina frá
landnámstíð til þessa dags; svo að mjer finst næstum
því, að vjer megum standa með kinnroða, er vjer hugs-
um um alt, sem aðrar þjóðir hafa þar lagt í sölurnar, og
verðum að tala með sjerstakri hógværð og varúð um
það efni, að því er vjer sjálfir eigum hlutinn að, rjett
eins og vjer sjeum þar að fara með helgan dóm, sem
vjer höfum enn tæplega áunnið oss rjett til að fara með
eða tala um. Dæmið, sem jeg ætla að tala um, er úr
sögu nánustu frænda vorra, Norðmanna; fyrst það, sem
með þeim gerðist 1814. — Sannarlega veit jeg ekki til,
að nokkur þjóð eigi í sögu sinni minnilegra ártal, eða
glæsilegri, stórmannlegri alþjóðar endurminningu en
Norðmenn eiga þar. Þjer vitið, hvað þá gerðist. Það er
ekki tóm til að segja þá sögu, en til þess að finna orðum
mínum stað, vil jeg einungis minna yður á, hvernig á
stóð. Þegar það ár rann upp, voru Norðmenn, eins og
vjer, þegnar einvalds og erlends konungs, Dana-kon-
ungs, og ættjörð þeirra talinn hluti Danmerkur-ríkis.
ófriður hafði verið um alla norðurálfu undanfarin ár,
herskip Englendinga teptu allar samgöngur á sjó og
sveltu Norðmenn inni. Hallæri var um alt land, þjóðin
svalt. Það eru engar skáldaýkjur, heldur hryggileg
sannindi, sem Hinrik Ibsen segir um konu og dóttur