Hlín - 01.01.1927, Síða 88
86
Hlín
Þorgeirs í Vík í kvœðinu alkunna, »síðan í hungrinu dóu
þær«. Slíks voru þá mörg dæmi. ,Menn lögðu sjer til
munns hvað sem tönn festi á, möluðu trjábörk saman
við kornið og gerðu sjer barkarbrauð. — Hægra er að
hugsa sjer en lýsa þeim fögnuði, er flaug um landið,
sem eldur í sinu, rjett eftir nýjárið, að friður væri sam-
inn. Menn þyrptust í kirkjurnar, þar sem lesa skyldi
upp friðarboðskapinn. En þar fylgdi þá meira með.
Danakonungur hafði selt allan Noreg af hendi í vald
Svíakonungi. Því verði var friðurinn keyptur. Þá gall
við gremjuóp um endilangan Noreg, frá ystu ey og an-
nesi til instu dalabotna: Vjer mótmælum allir! Kon-
ungur Dana getur hætt að vera konungur vor, en vald
yfir oss og ættjörð vorri getur hann ekki öðrum gefið;
það tökum vjer sjálfir í vorar hendur. Og karlmennirn-
ir allir gengu fratm á kirkjugólfin og sóru, unnu þess
dýran eið, að leggja fje og fjör í sölurnar fyrir sjálf-
stæði Noregs. Þessa dags, þessa þjóðareiðs, mintust
Norðmenn með þakkarguðsþjónustu um alt land 100
árum síðar, 25. febr. 1914. En var þá nokkurt vit í
þessum eiðstaf, þessari alþjóðarákvörðun? Jeg get, að
engum stjórnmálamanni í víðri veröld, utan Noregs,
hefði sýnst það. En menn vega ekki ástæðurnar með og
móti, þegar tefla er um lífið sjálft, eða það, sem menn
elska heitar en lífið. Hjer var ójafn leikur. öðru megin
fámenn þjóð, ekki nærri miljón manns, sem sýndist
vera að því komin að verða hungurmorða, engin skipuð
ríkisstjórn, enginn ríkissjóður, fámennur her og lítt
búinn. Hinumegin fyrst og fremst Svíar, miklu stærri
þjóð, með fjölmennum vígvönum her undir forustu
þaulreynds og nafnfrægs hershöfðingja, og þar að auki •
stóðu með honum bandamenn hans, Rússar, Þjóðverjar
og Englendingar, öll stórveldin, er skipuðu Norðmönn-
um að lúta og hlýða. En norska þjóðin lagði sína hug-
prúðu ættjarðarást á metin, og hún reið baggamuninn.