Hlín - 01.01.1927, Qupperneq 90
88
Hlln
og giftu. Aðferð þeirra, er við stýri stóðu í Noregi, var
slík, að hún ávann þeim aðdáun og virðingu allra fyrir
stillingu, festu og ráðsnilli, en þeir höfðu líka að bak-
hjalli þjóðarvilja svo eindreginn og samhuga, að slíku
hafa þjóðskörungar sjaldan átt að fagna. Skilnaðurinn
var lagður undir þjóðaratkvœði í, Noregi. Sú atkvœða-
greiðsla var enginn ljettúðarleikur. Þjóðin gekk þess
eigi dulin, að henni fylgdi þung ábyrgð. Hún varð að
vera við því búin að leggja fram fje og fjör til að
standa við atkvæðið, ef hún kaus skilnaðinn. Hjer var
teflt um líf og dauða, ekki aðeins um líf og dauða þjóð-
arsæmdar og þjóðarsjálfstæðis Norðmanna í heild,
heldur um líf og dauða hvers vopnfærs manns í landinu,.
Hvort nokkur hefur hykað, þegar atkvæðið skyldi
greiða, það er vitanlega ekki kunnugt, en hitt er víst,
að hann hefur þá sigrað hykið, því að svo tókst at-
kvæðagreiðslan, að færri urðu atkvæðin á móti skilnaði
heldur en búsettir Svíar í Noregi, er atkvæði greiddu.
Þess sjást því engin merki, að nokkur einn innborinn
Norðmaður hafi hykað við að leggja í hættu líf sitt og
sinna — fyrir nú utan alt annað — heldur en að láta
misbjóða rjetti, sæmd og sjálfstæði ættjarðar sinnar.
Það er hátíðleg, dýrleg stund á æfi þjóðar, er slík alls-
herjar ákvörðun er upp kveðin; mjer finst hún hljóti
að »lýsa sem leiftur um nótt« langt fram á komandi
aldir, ómur hennar að lifa í loftinu og berast, eins og
helgur klukknahljómur, öld frá öld frá kyni til kyns.
Það er einhver fegursta sjón, sem sagan á til: heil
þjóð, sem stendur eins og einn maður á verði fyrir ætt-
jörð sína. Flokkadrættir hverfa, öll smámunaleg eigin-
girni rekin á dyr, öll værugirni og oddborgaraskapur;
allir, ungir og gamlir, konur og karlar, gagnteknir af
sömu þránni, að verja það sem þeim er dýrast og kær-
ast, hvað sem það kostar.
Mannkynssagan geymir nöfn foringjanna, Michel-