Hlín - 01.01.1927, Qupperneq 92
90
Hlín
er nú hægt að segja slíkt«, sagði hinn, og var auðheyrt
að hann trúði ekki meira en svo. Daginn eftir kom sá
nýkvænti til hans og sagði: »Konan mín bað mig að
sýna þjer blaðið að tarna. Vjer megum ekki, Norðmenn,
tortryggja hver annan um þessar mundir«. Svo sýndi
hann honum skjal, þar sem þau hjónin höfðu gefið
landinu aleigu sína, 300000 kr. ef til ófriðar kæmi. —
Herforingi, sem var austur við landamæri að víggirða
og búast fyrir, segir margar sögur af viðskiftum sín-
um og viðtali við hændurna þar. Hann hlaut sumstaðar
að skemma fyrir þeim akra og raska girðingum og bað
þá afsökunar, en þeir báðu hann að vera ekki með nein-
ar afsakanir, þeir teldu það ekki eftir, þó að meira væri.
Einn bónda bað hann leyfis að taka timbur í skógi hans
til víggirðinga. Það var nú velkomið. »Jeg skal taka
forn trje og kalvið«, sagði hann, »svo að jeg þarf ekki
að spilla skóginum til muna«. »Nei, blessaður taktu það
besta, sem þú finnur«, sagði bóndi, »nú er ekki það besta
of gott«.(Daginn eftir kom hann til herforingjans og
sagði: »Jeg á nokkrar tylftir af úrvals plönkum, sem
jeg ætlaði til viðgerðar á bæ mínum í haust, og jeg
tímdi ekki í gær að bjóða þjer þá. Og svo var jeg í alla
nótt að hugsa um þetta og skammast mín. Blessaður
taktu nú plankana. Jeg held við lifum einn veturinn
enn í kotinu fyrir því«. Og svona voru þeir allir. Þetta
var um hábjargræðistímann, samt streymdu þeir til
herforingjans og buðu sig og hesta sína til vinnu fyrir'
ekki neitt. »Konan og krakkamir verða að sjá um upp-
skeruna« sögðu þeir.
En nú er það einnig fornt orðtak: »Fje er fjörvi firr«,
mönnum er enn sárara um lífið en peningana. Norð-
menn fengu, sem betur fór, ekki tækifæri til að sýna
það beint á vígvelli, hversu þeim var lífið útbært fyrir
ættjörðina, en ef marka má með hverjum hug þeir
streymdu undir merkin og austur til landamæra, þá er