Hlín - 01.01.1927, Side 94
92
Hlin
til að biðja yður einnar bónar, að láta elsta drenginn
minn fá eftir mig skotheiðurspeninginn minn. Hann
gleymir þá síður að æfa sig þangað til næst þarf á að
halda«.
Þó að fje sje fjörvi firr, þá er þó eitt, sem reynir
vissulega engu minna á hugprýðina heldur en að fara
sjálfur á vígvöllinn, það er, að senda þangað ástvini
sína, syni, menn, feður og unnusta. Það mega konurn-
ar hafa og gamalmennin. Til þess var tekið, hve kveðj-
urar voru rólegar, er hersveitirnar voru að halda af
stað og ástvinir að kveðjast. »Ekki sá jeg nema eina
konu gráta«, segir einn hershöfðinginn, »og«, bætir
hann við, »veit jeg ekki nerna það hafi verið gleðitár«.
»Sárt má það vera«, sagði maður við konu, sem átti
fjóra syni í hernum, »að sjá á bak öllum sonum sínum
í herinn.« »Guð gæfi, að jeg ætti fleiri til að láta«, svar-
aði hún. — Gamall maður, kominn af herskyldualdri,
þoldi ekki við og fjekk að vera með, sjálfboðaliði; þrír
synir hans fóru líka, en sá yngsti þótti of ungur og
fjekk ekki að fara með. Hann grjet af löngun. »Finst
þjerofmikið eftir handa henni mömmu þinni, þó að hún
hafi þig?« var sagt við hann. Þá svaraði gamla konan:
»Og engin skal sjá á mjer, þó jeg láti aleiguna«. —
Fjöldi kvenna, ríkar og óríkar, giftar og ógiftar, ætluðu
til vígstöðvanna þegar er til vopnaviðskifta kæmi, til
þess að hjúkra sárum mönnum. Jeg gisti hjá íslenskri
konu, giftri skólastjóra í latínuskóla á Hamri. Hún átti
uppkominn son og kvaðst hafa verið ráðin í að fara
sjálf með honum. Kunni hún, eins og fleiri, frá mörgu
að segja frá þessum minnisömu dögum, þó að jeg tíni
ekki til fleiri dæmin. — Furðulegast af öllu er ef til vill
það, hversu Norðmenn urðu allir eins hugar, sami and-
inn, sami brennandi ástarhugurinn til Noregs hjá
vinstrimönnum svæsnustu, sem aldrei höfðu unað sam-
búðinni við Svía, og hægrimönnum, sem aldrei höfðu