Hlín - 01.01.1927, Page 95
Hlín
93
viljað slíta sambandinu nje segja konungi upp hlýðni
og hollustu. Nú gat ekki lengur verið um samkomulag
að ræða við Svía, sambandið hlaut að slitna, og þá var
að standa saman, einn fyrir alla og allir fyrir einn, fyr-
ir Noreg. Norðmenn ætluðu margir varla að geta trúað
því sjálfir, eftir allar skammirnar og illskuna milli
flokkanná á undan. Því sögðu þeir í gamni um sænska
ráðherrann, sem verstur þótti í þeirra garð, að hann
væri annar Haraldur hárfagri, hann hefði sameinað
Noreg. — Menn tala oft illa um stríðin, og það ekki um
skör fram, hve ósæmandi þau sjeu siðuðuni, kristnum
mönnum; þau æsi upp alt, sem verst er í manneðlinu,
geri menn að villidýrum. Þessu neitar enginn. En til er
þó önnur hlið. Hún blasir við víða í sögunni, og hún
blasir við í Noregi 1814 og 1905. Hún sýnir sig, þegar
um vörn er að ræða fyrir því, sem mönnum og þjóðum
er kært og heilagt. Margur gleymir guði, meðan alt
leikur í lyndi til langframa, og týnir bænamálinu, en
finnur það aftur, þegar neyð eða hai-mar dynja yfir.
Margur lætur sjer fátt finnast um föður og móður og
aðra ástvini í hversdags ufnsvifunum, en leggist.þeir
hinir sömu ástvinir á sóttarsæng og óttinn komi um að
missa þá, þá finst honum alt tilvinnandi til að fá að
hafa þá lengur og njóta samvistanna við þá. Mun ekki
þessu líkt háttað um ættjörðina. Þeir eru víst margir,
sem hafa lítið af ættjarðarást að segja, það er alt ann-
að, sem þeir hafa um að hugsa og áhuga á, en hún og
hennar málefni. En alt í einu vofir yfir henni útlendur
her, sem ætlar að vaða yfir hana, fótum troða rjett
hennar og frelsi, og þá fór svo í Noregi að minsta kosti,
að þá var eins og ailir röknuðu við, fundu að þeir áttu
ættjörð, og ekkert var of gott eða dýrmætt til að leggja
í sölurnar fyrir hana. Og það er víst, að þegar slíkur
eldmóður grípur heila þjóð, þá vekur hann alt það besta
og stælir, sem í henni er til. Það eru athyglisverð orð,