Hlín - 01.01.1927, Side 96
94
Hlín
sem Haukur (Heuch) biskup í Kristjánssundi sagði:
»Jeg hef altaf haldið að styrjöld væri sú mesta ógæfa,
sem þjóð gæti hent, en nú sje jeg, að til er önnur verri.
Það er sú þjóðlífsrotnun eigingirni, auraelsku, efnis-
hyggju, þróttleysis og örkvisaskapar, sem stundum
fylgir þessum blessaða friði. Jeg veit ekki, hvort jeg má
óska þjóð minni styrjaldar, en það er jeg yiss um, að
hún hefði gott af því að fá að horfast alvarlega í augu
við styrjöld. Styrjöld hefur mikið og margt ilt í för með
sjer, en það besta grær jafnan glaðast á blóðferli þján-
inga og sjálfsafneitunar«. Þetta sagði Haukur biskup
mörgum árum fyrir 1905; þá var hann látinn. En þessi
orð hans rættust þá. Þá komst skriður mikill á framfar-
irnar í Noregi, hvar sem á er litið. Framfarir í verkn-
aði og efnahag leiðir einnig af slíkri hræringu, sem eld-
móður og ættjarðarást ársins 1905 vakti. Því að efna-
hagur þjóðar er ekki fyrst og fremst bundinn við ár-
gæsku og frjótt land, heldur hugsunarháttinn. Sá hugs-
unarháttur að kjósa helst sem minsta vinnu og sem
mestar nautnir, steypir beint í eymd og auðnuleysi,
hvort sem er einstökum mönnum eða heilum þjóðum.
Ancíinn verður hvervetna drjúgari en efnið. Og andinn,
andi þjóðarinnar, vaknaði við háskann 1905, og þó að
háskinn liði hjá, sofnaði hann ekki aftur. Móðurinn,
sem var á Norðmönnum þá, var ekki vígamóður fyrst
og fremst, þá langaði ekki, eins og maðurinn sagði, til
að drepa Svía, heldur til að verja það sem þeir unnu
mest. Það var ekki haturshugur, sem gagntók þá, held-
ur kærleikshugur, guðmóðs ættjarðarástarinnar. Þar er
styrkurinn. Merkur Norðmaður sagði við mig um nótt-
ina, er menn áttu að morgni von úrslitafregnar um það,
hvort samningur tækist eða tekið yrði að berjast: »Þá
nótt var ekki mikið sofið í Noregi. Þá nótt var mikið
beðið í Noregk. Og jeg trúði því, að hvorttveggja væri
satt. - Það var tíðrætt um það á eftir, hverjum það væri