Hlín - 01.01.1927, Side 97
HVn
95
að þakka, að þessari misklíð lauk svo giftusamlega.
Nefndu margir til óskar Svíakonung, Vilhjálm Þjóð-
verjakeisara og Játvarð Englakonung; munu þeir allir
hafa lagt gott til málanna og margir fleiri, en fyrir
mínum hugskotssj/uium stendur fyrst og fremst hin
biðjandi, hugprúða norska þjóð og drottinn allra þjóða.
Hugsið yður, heil þjóð landsenda á milli, í höllum og kot-
um, andvaka á bæn til guðs fyrir ástvinum og ættjörð,
og búin til að fórna öllu, öllu. Slíkt er áhrifamikil sjón,
get ekki hugsaðmjer fegurri. Hún sést trauðla nema þá,
er rökkvar í lofti af einhverjum hörmungum. En það er
víst, svo sannarlega sem kærleikurinn er sterkasta aflið
í heiminum, svo sannarlega sem guð er yfir okkur, að
eftir slíka nótt rennur upp árroði betra dags og bjart-
ara en áður. Það verða tímamót hjá þeirri þjóð, um-
skifti til batnaðar og framfara.
Jeg get, held jeg, ékki hugsað til atburðanna í Noregi
1814 og 1905, án þess að hugur minn taki þessa stefnu,
og þá verður mjer jafnan hugsað til vor íslendinga, og
jeg spyr sjálfan mig, hvenær ber oss þá gæfu að hönd-
um, að sameiginleg ógn og voði geri oss alla að samhuga
bræðrum, kenni oss öllum að krjúpa saman í bæn, eins
og börn sama föður og sömu móður? Hvenær lærir ís-
lenska þjóðin að treysta guði og sjálfri sjer? hvort-
tveggja þarf að fylgjast að. Að trúa á guð, en leggja
sjálfur árar í bát og láta reiða fyrir, það er dauð trú
dáðleysingja og örkvisa, og oftast ekki annað en hræsn-
istrú. Með henni sigrar enginn í baráttu lífsins. Að trúa
á sjálfan sig, en gleyma guði, er óvit sjálfbyrgingsins,
sem einatt verður að fótakefli fyr en varir. Sannast þar
enn löngum það, sem Ingólfur sagði forðum yfir líki
fóstbróður síns, að þar legst lítið fyrir góðan dreng. En
þar sem hvorttveggja fer saman, trúin á guð, að hann
veiti góðu málefni, rjettum málstað blessun og sigur fyr
eða síðar, og trúin á sjálfan sig, til að líða og stríða og