Hlín - 01.01.1927, Síða 98
96
Hlín
leggja alt í sölurnar, ef með þarf, þar fallast þau í
faðma spakmælin alkunnu, þetta hið forna, að guð
hjálpar þeim, sem hjálpar sjer sjálfur, og hitt, sem
skáldið kvað, að »sú þjóð, sem veit sitt hlutverk, er
helgast afl í heim, eins hátt sem lágt má falla fyrir
kraftinum þeim«. Þetta hvorttveggja getur norska
þjóðin sagt af eigin reynslu. Hvenær getur dóttirin, ís-
lenska þjóðin, sagt hið sama? öli viljum við sjálfsagt
óska þess, að hún þurfi aldrei að berjast með hervópn-
um íyrir lífi sínu gegn f jandmönnum erlendum nje inn-
lendum. Ilún eignaðist þetta land sitt ekki með her-
skildi, heldur með hugprýði og harðfengi í baráttu við
náttúruöflin á sjó og landi. í þeirri baráttu stendur hún
enn, og þarf enn á þessum mannkostum að halda, með
trú á guð og trú á sjálfa sig. Við óskum henni þeirra,
öllum hennar börnum, öldum og óbornum.
Erindi
flutt á 30 ára afmæli kvenfjel. Iiúsavíkur 13. febr. 1925
af Aðalbjörgu Benediktsdóttur frá Auðnum.
Þegar jeg hugsa um alt það, sem lífið hleður upp í
kring um okkur öll af viðfangsefnum bæði alvarlegum
og gleðiríkum, bæði fagnaðar- og áhyggjuefnum, bæði
dýrð og neyð og alls, sem rúmast þar á milli, þá finst
mjer sem jeg sje stödd í nægtabúri fullu af alls konar
auði og gersemum, og mjer sje skipað að bera þaðan
fram fyrir fjölda manns það, sem hver og einn þarfn-
ast og þráir. En auðæfin eru öll læst niður, og mig vant-