Hlín - 01.01.1927, Síða 99
Hlin
97
ar tilfinnanlega lyklana að hirslunuim, sem geynia þau.
En lyklarnir eru mannvit og dómgreind, skilningur og
rökvísi. —
Við erum hjer í kvöld til þess að reyna eftir föngum
að skemta hvert öðru og gera okkur stundina sem líður
að gleðistund, þeirri gleðistund, er verða mætti að sól-
skinsbletti að baki okkar, þegar hún er liðin. Þessvegna
langar mig til að tala um eitthvað það, er öllum væri
ljúft að heyra. Og því hefi jeg valið mjer umtalsefni,
sem jeg kalla:
Heilsulindir og hamingja.
Jeg býst við, að við höfum öll einhvern tíma spurt
okkur sjálf eitthvað á þessa leið: Hvernig á jeg að lifa
lífi mínu og til hvers?
Jeg ætla mjer nú vitanlega ekki þá dul að svara
þessari spurningu. En eitt er víst: öll þyrstir okkur
eftir hamingju og vellíðan. Og hvert dagsverk okkar,
öll störf okkar og stríð eru svör við þessari spurn-
ingu. Hitt er annað, að þau svör verða oft á annan
veg en við helst vildum. Svo margt er það, sem hamlar
og tálmar, bæði utan að og úr eigin eðli. Afrek okkar
verða minni, störfin ógagnlegri, arðurinn ljettvægari
en við vildum. Þá sögu hafa allir að segja, sem nokkurs
krefjast af sjálfum sjer. En spurningunni: Hvernig á
jeg að lifa, verður hver og einn að svara fyrir sig; þar
dugar ekki að spyrja aðra til vegar; þótt við getum
margt lært hvert af öðru, þá hvílir þó aðal-vandinn og
vegsemdin á okkar eigin manngildi, þegar í harðbakk-
ana slær.
Þegar við leggjum út í lífið, þá ætlum við að vinna
svo margt til gagns og gleði sjálfum okkur og öðrum.
Það er svo margt sem er öðruvísi en vera ætti. Við
ætlum ekki að vera lengi að kippa því í lag. Við erum
7