Hlín - 01.01.1927, Page 100
98
Hlín
alveg undrandi, að það skuli ekki vera búið að því fyrir
löngu. Það sýnist þó ekki mikill vandi! En við, sem
komin erum á þroskaár, vitum flest, hvernig það geng-
ur. Brekkurnar reynast brattari en þær sýndust vera
í hillinguim æskunnar; steinarnir í götunni þyngri. Og
þar sem við hugðumst að geta gengið beint af augum,
mæta okkur ófærur og örðugleikar, sem við höfðum
ekki tekið eftir. Og í eigin brjósti rís efinn, — efinn
um það, hvort við sjáum beturæn aðrir, sjeum færari
um að lagfœra heldur en þeir, sem á undan eru gengnir.
í stuttu máli: Þegar okkur vinst lítið á og reynslan
sýnir, að okkur hefir skjátlast og yfirsjest, þá missum
við nokkuð af sjálfstraustinu og trúnni á lífinu. Og að
sama skapi lamast starfsþrótturinn og lífsgleðin. —
Það er fyrst, þegar aldur og þroski færist yfir, að við
skiljum, að við lifum lífinu undir stjórn órjúfandi lög-
mála, sem starfa bæði utan við okkur í umheiminum
og í okkar eigin eðli, og að enginn maður, hversu mikill
og máttugur sem hann er, fær stjórnað eða breytt
nokkru þessara lögmála. En hugsjónir okkar, lífsþrá,
hamingjuþrá og löngun til starfs og umbóta eru, að því
er virðist, oft harðlæstar í hlekki þessara lögmála. Og
okkur finst þá oft sem sál og lífsvilji sjeu sem fugl í
búri. Fugl, sem sjer bláleiðir himins og finnur til
vængja sinna, en fær ekki að beita þeim. — Við förum
að svipast um í tilverunni. Hvernig er hann í raun og
veru þessi heimur okkar? Er það blekking ein, að nolclc-
uð það finnist hjernamegin grafar, sem við getum fund-
ið frið í og svölun, — Nokkur þau viðfangsefni, er við
getum beitt kröftunum við til gagns og blessunar bæði
sjálfum okkur og öðrum? Er nokkuð það í okkar litla
daglega verkahring, sem er svo mikils um vert, að við
getum glöð unað því að leggja líkamskrafta okkar fram
við það, dag eftir dag og ár eftir ár af æfi okkar, sem
líður svo undur fljótt og er horfin eins og ör af streng