Hlín


Hlín - 01.01.1927, Page 100

Hlín - 01.01.1927, Page 100
98 Hlín alveg undrandi, að það skuli ekki vera búið að því fyrir löngu. Það sýnist þó ekki mikill vandi! En við, sem komin erum á þroskaár, vitum flest, hvernig það geng- ur. Brekkurnar reynast brattari en þær sýndust vera í hillinguim æskunnar; steinarnir í götunni þyngri. Og þar sem við hugðumst að geta gengið beint af augum, mæta okkur ófærur og örðugleikar, sem við höfðum ekki tekið eftir. Og í eigin brjósti rís efinn, — efinn um það, hvort við sjáum beturæn aðrir, sjeum færari um að lagfœra heldur en þeir, sem á undan eru gengnir. í stuttu máli: Þegar okkur vinst lítið á og reynslan sýnir, að okkur hefir skjátlast og yfirsjest, þá missum við nokkuð af sjálfstraustinu og trúnni á lífinu. Og að sama skapi lamast starfsþrótturinn og lífsgleðin. — Það er fyrst, þegar aldur og þroski færist yfir, að við skiljum, að við lifum lífinu undir stjórn órjúfandi lög- mála, sem starfa bæði utan við okkur í umheiminum og í okkar eigin eðli, og að enginn maður, hversu mikill og máttugur sem hann er, fær stjórnað eða breytt nokkru þessara lögmála. En hugsjónir okkar, lífsþrá, hamingjuþrá og löngun til starfs og umbóta eru, að því er virðist, oft harðlæstar í hlekki þessara lögmála. Og okkur finst þá oft sem sál og lífsvilji sjeu sem fugl í búri. Fugl, sem sjer bláleiðir himins og finnur til vængja sinna, en fær ekki að beita þeim. — Við förum að svipast um í tilverunni. Hvernig er hann í raun og veru þessi heimur okkar? Er það blekking ein, að nolclc- uð það finnist hjernamegin grafar, sem við getum fund- ið frið í og svölun, — Nokkur þau viðfangsefni, er við getum beitt kröftunum við til gagns og blessunar bæði sjálfum okkur og öðrum? Er nokkuð það í okkar litla daglega verkahring, sem er svo mikils um vert, að við getum glöð unað því að leggja líkamskrafta okkar fram við það, dag eftir dag og ár eftir ár af æfi okkar, sem líður svo undur fljótt og er horfin eins og ör af streng
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.