Hlín - 01.01.1927, Blaðsíða 101
Hlín
99
áður en nokkurn varir. í einu orði: Getur þetta líf fært
okkur nokkra sanna hamingju? Spuringarnar koma í
hugann ein af annari, en ógreitt verður um svör — þvi
rniður. — Það hefir ef til vill heldur aldrei reynt meira
á lífsmátt og trú nokkurrar kynslóðar en þeirrar, sem
nú er uppi og hefir verið sjónarvottur að ölllum þeim
ógnum og hörmungum, sem gerst hafa síðan styrjöldin
mikla hófst. öldin sem leið og það sem af er þesari öld
hefir borið mönnum í skaut svo margvíslega þekkingu
og auð, svo sára neyð, svo bjartar vonir, að slíks eru
ekki dæmi áður í jafn stórum stíl þann tíma, sem sögur
fara af okkur niannanna börnum.
Það, sem við hjeldum óvinnandi borg í menningu oklc-
ar, hefur hrunið til grunna eins og spilahúsin barnanna,
þegar hrist eru borðin, sem þau standa á. Miljónir
manna hafa fallið eins og flugur fyrir þeim stonnum,
sem geisað hafa yfir löndin og geisa enn. Og hvergi
sjást takmörk fyrir öllu því öngþveiti, er mætir augun-
um, ef litið er út fyrir landsteinana.
Við spyrjum og spyrjum: Eru þetta alt sjálfskapar-
víti? Eða eru nú allar illvættir lausar og hafa vikið frá
völdum öllu því, sem gott er? Ætlar aldrei að birta eftir
þessa voða nótt? Rennur aldrei fraanar bjartur ham-
ingjudagur, er beri giftusamleg störf, bætur og nýjar
vonir í skauti sínu? Svona spyrjum við. Og þó höfum
við, er búum svo fjarri ærslum hinnar miklu veraldar,
líklega liðið allra þjóða minst við byltingarnar og hrun-
ið. En eitt höfum við lært af þessu böli. Flestir gáfaðir
og hugsandi menn mæla nú öll dýrustu verðmæti lífs-
ins á annan mælikvarða en áður var gert.
Á síðustu öld virðist mjer það einkum hafa verið
þrent, sem mennirnir sóttust eftir, keptust við að ná og
töldu æðstu gæði lífsins, það er: þelcking, auður og völd.
Margir öðluðust líka þessi gæði. En hversu haldgóð
7*