Hlín - 01.01.1927, Page 102
100
Hlín
hafa þau reynst á tímum neyðarinnar, spyrjum við. Er
nokkur sá til nú, sem í alvöru vildi vera konungur? Það
var þó einu sinni endir allra æfintýradrauma, takmark-
ið æðsta, sem náð varð í heiðri og hamingju. Nú eru há-
sætin þeir staðirnir, sem berastir eru fyrir banaskotum
óhamingjunnar. Þeir, sem þar sitja eru öðrum fremur
ausnir auri, tortrygðir, dæmdir og deyddir. Eða getur
nokkur auður bætt úr böli þeirra, sem hafa mist ást-
vini, heilsu og föðurland í styrjöldinni miklu? Getur
nokkur þekking friðað sál þeirra, sem sárast hafa orðið
úti, og ekkert sjá, nema rústir, neyð og dauða? — Jeg
hygg við munum öll vera sammála um, að svarið verð-
ur — nei.-----
En dagsönnin kallar okkur öll frá sjúklegum heila-
brotum og grufli, hvert til sinna skylduverka. Bónd-
ann út á engið eða til fjárins, húsmóðurina til sinna
margvíslegu en lítið skáldlegu starfa, innanhúsa. Sjó-
maðurinn stígur á skip og stefnir til hafs á eftir hvít-
um sjófuglum og hverfur sýnum þeirra, er eftir sitja í
landi. Daglaunamaðurinn klæðist vinnufötum sínum og
byrjar sín margvíslegu störf, sem stundum eru fremur
ógeðfeld. — En einhvernveginn er því svo varið, að al-
staðar þar, sem starfandi hendur eru lagðar á gegnleg
verk, þrífst ekki til lengdar ólund og kjarkleysi. Sárs-
aukinn hverfur úr huganum og áhuginn fyrir verkinu
hleypir nýjum kröftum og fjöri eftir hverri taug. Þeg-
ar við lítum upp frá vinnunni, sjáum við oftast til ein-
hverra annara, sem einnig eru í önnum, hver í sínum
verkahring, — bræður og systur okkar, sem lifa við
sama lögmál: að hljóta að berjast fyrir lífi sínu og
sinna, hvert á sinn hátt. — Lífskjörin eru oft næsta
ólík. Sumir virðast lítið þurfa að hafa fyrir lífinu, en
aðrir eru ofhlaðnir erfiði. En þó verður máske sú i'aun-
in á, þegar betur er að gætt, að lítill munur er á þeim
örðugleikum, sem menn eiga við að etja, þótt ytri kjör-