Hlín - 01.01.1927, Blaðsíða 103
Hlín
101
in sjeu ólík. — Okkur, sem fátækari erum, sýnist oft
og tíðum, að lífið leggja öll hugsanleg gæði þeim í
skaut, sem hafa fengið auðæfi mentunar og siðfágunar
í vöggugjöf. En jeg drap á það áðan, hversu haldgóð
þau gæði hafa reynst á síðustu tímum. — En við lifurn
ekki af einu saman brauðinu. Við finnum ekki heldur
fullkomna hamingju í fegurðarsnauðu striti. Mannssál-
in þarfnast gleði og nautna eins og blómin þurfa ljós
og yl. Við þúrfum líka ljós og yl, þótt við höfum ekkert
við að etja, nema venjulegt hversdagsstríð og þær sorg-
ir, sem cdlir menn hljóta að mæta. — Hvar eigum við
að leita okkur svölunar og hvíldar? Heilnæmrar svöi-
unar og hvíldar, er ekki verður að dáðleysi ?
Það er eitt, sem betur er vert að athuga. Hvernig er
umhorfs í þessum heimi, og hvaða máli talar hún til
okkar hin mikla móðir alls, er lifir — náttúran? Er
máske þar að finna svölun og hvíld, þegar þreytan lam-
ar, huggun, þegar plógur þungrar reynslu hefur rótað
upp í sál okkar og sært hana undum? Það er vel
þess vert að athuga, hvort við eigum ekki og höfum ekki
æfinlega átt athvarf við móðurbarm, ef okkur þóknast
að nýta það og skilst, að þangað sje eitthvað að sækja.
— Já, hvernig lítur hún út, móðir okkar, jörðin? Hún,
sem ber okltur um ómælisgeiminn mitt á meðal stjarna
himinsins, og baðar okkur börn sín ýmist í ylgeislum
sólarinnar eða værð og húmi nætur. Hún, sem breiðir
ólgandi úthöfin milli landa og stranda, og lyftir snæ-
þöktum fjallatindum móti himinblámanum, roðar þá og
gyllir kvöld og morgna. Hún, sem fleygir fossum fram
af hengiflugi og leggur blátær vötn og tjarnir á heiðar
og í dali. Hún, sem vaggar dularfullum frumskógum og
lágu, ljósu birkikjarri jafn ljettilega í faðmi sínum.
Hún, sem reisir hinn lífþrungna ríkulega hitabeltis-
gróður móti brennandi sólargeislum Suðurlanda, og
breiðir gullna akra og bylgjandi laufskóga yfir þau