Hlín - 01.01.1927, Síða 104
102
Hlín
Iond, sem liggja fjær miðri jörð, en hvelfir dimmbláum
stjörnuhimni yfir snækirkju heimskautalandanna. Hún
gefur hverri þjóð sitt fagra og elskaða föðurland. Og
ekki er það henni að kenna, þótt við metum það ekki á-
valt sem skyldi. Hún fóstrar kynslóðirnar eina af ann-
ari, ber þær á örtmum sem ærslafull leikandi börn, sem
dreymandi unglinga, sem vakandi, starfandi, þroskaða
menn, og að lokum sem hvíthærða öldunga. Og þegar
dagar lífs okkar eru liðnir, þá opnar hún okkur væra
hvíld við skaut sitt. Vissulega er hún auðug og dýrlega
fögur.
Og mun hún ekki vera sá frjóreitur, er eðli okkar
þarfnast mest á þessum þroska-áfanga. Víst er um það,
að hún elur og fóstrar hina eilífu þrá mannsandans,
lyftir vængjum hennar frá jörð, eflir þá og stælir svo
að þeir leggja ótrauðir á djúp dauðans, svo að þeim
nægir ekki neitt svifrúm, nema ómælisgeitmur eilífðar-
innar. Hvort sem við leitum á náðir hpnnar með rekuna
og pálinn, plóginn og sigðina, eða með hrífu og orf, til
að yrkja mold hennar og leita auðs og brauðs, þá er ör-
læti hennar og svör hin sömu: Allir, sem hlýða lögmáli
hennar og sá og plægja í tæka tíð, fá auð og brauðv —
Og allir þeir, sem leita sálum sínum hvíldar og huggun-
ar við óþrjótandi uppsprettu þeirrar fegurðar og tign-
ar, sem hún er svo ríkulega gædd, fá svölun og hvíld.
Því það, sem vorregnið er þurri og skrælnaðri jörð, það
sem lindin svöl og tær er þreyttum og þyrstum ferða-
manni, það er fegurðin mannssálinni.
Þeir menn, sem allra mest auðga mannlífið að feg-
urð, unaði og frumleik eru listamennirnir. En hvert
sækja þeir fyrirmyndir sínar? Hvað er það, sem stillir
strengina á hörpum þeirra, kveikir eld hugsjóna þeirra
og gefur hugmýndum þeirra eilíf-ung form? Það er hin
skapandi, síunga, frumlega náttúra með fegurð sinni og
tign. — Sá, sem hefur augun opin fyrir fegurðinni á