Hlín - 01.01.1927, Page 105
103
Hlín
þúsund leiðir til þroska og fullkomnunar — leiðir, sem
eru lokaðar þeim, sem loka augum sínum fyrir fegurð-
inni.
Þégar sál mannsins hrífst af fegurð, þá þýtur upp í
huga hans gróður óteljandi hugsjóna og hugmynda. Um
það bera Ijóð skáldanna glegstan vott. — Við skulum
snöggvast fylgja Einari Benediktssyni út í heiðskíra
vetrarnótt undir dansandi norðurljós, og vita hvað hon-
um verður af munni:
»Veit duftsins son nokkra dýrlegri sýn
en drottnanna hásal í rafurloga?
Sjá grundu og vog undir gullhvelfdum boga! —
Hver getur nú unað við spil og vín?
Sjálf moldin er hrein eins og mær við lín;
mókar í haustsins visnu rósum.
Hvert sandkorn í loftsins litum skín,
og lækirnir kyssast í silfurrósum.
Við útheimsins skaut er alt eldur og skraut
af iðandi norðurljósum!
Og þegar hann hefur svalað þorsta sínum við hátign
og fegurð vetrarnœturinnar og norðurljósanna, hafa
sál hans vaxið vœngir, sem bera hann langt út yfir alt
þref og strit hversdagslífsins:
»Nú finst mjer það alt svo lítið og lágt,
sem lifað er fyrir og barist er móti.
Þó kasti þeir grjóti, og hati og hóti
við hverja smásál jeg er í sátt.
Því blálóftið hvelfist svo bjart og hátt.
Nú brosir hver stjarna, þótt vonirnar svíki,
og hugurinn lyftist í æðri átt;
nú andar guðs kraftur í duftsins líki.
Vjer skynjum vorn þrótt, vjer þekkjum í nótt
vorn þegnrjett í ljóssins ríki. —«