Hlín - 01.01.1927, Page 106
104
Hlín
Og ólína skáldkona. Hvað segir hún um vetrarnótt-
ina? Þegar hún er búin að útmála dýrðarfegurð hennar
og dást að henni, fellur hún fram og biður í auðmýkt:
3>Háa, hvelfda kirkja,
herrans dýrð, sem tjaldar;
viltu veika styrkja,
verma sálir kaldar.
Bjóða að bænarheimi,
benda að dýrðarlandi j
dauðans geig svo gleymi
glaptur mannsins andi«.
Bæði ólína og allir þeir aðrir, er leita skjóls undir
máttugum vængjum móður jarðar, finna í tign hennar
og dýi*ð fyrirheit um fylling allra dýrustu drauma bak
við öll hin lokuðu sund þessa stundarheims. —
Jeg gæti lengi haldið áfram að sanna með ljóðum
skáldanna, að fegurð, tign og máttur náttúrunnar er sá
óþrjótandi brunnur, sem mannsandinn hefur ausið úr
og eys enn úr sínum heilnæmasta svaladrykk. Til henn-
ar sækja mennirnir líka þor og þrótt til að lifa og sigra.
H. Hafstein segir:
»Er kaldur stormur um karlmann fer,
og kinnar bítur og reynir fót,
þá finnur hann hitann í sjálfum sjer
og sjálfs sín kraft til að standa í mót«.
H. Hafstein er tengdur sterkum böndum við lifandi
náttúruna. Þegar sorgin tekur hann ungan heljartökum
og knýr hann til að yrkja hið gullfallega kvæði sitt:
»Systurlát«, þá verður úthafið með öldum sínum, eilífð-
arvoldugum og lifandi, honum að ímynd mannlífsins og
ráðgátunnar miklu um líf og dauða. Og þegar hann
horfir á Snæfellsjökul í litskrúði sólarlagsins, birtist