Hlín - 01.01.1927, Side 107
Hlin
105
hann augum hans sem úthöggvinn draumur, og kvæðið
endar á þessari játningu:
»Fegurðin kallar alt, sem vjer unnum, alt sem vjer þráum fram
í sál;
hljóðlega streyma, huldum frá brunni, hjartnanna instu leynd-
annál«.
*
Þó hefur ef til vill ekkert skáldið okkar lýst því bet-
ur, hvernig hann sækir sjer endurnæring og lífsþrótt í
skaut náttúrunnar en Stgr. Thorsteinsson gerir í sínu
yndislega kvæði: Huggun vorsins. — Hann gekk á fund
hennar af því að geð hans þvingaði sorgarstríð. Þar
hjálpast alt að, að hugga hann og endurnæra, þangað
til sál hans hefur náð sjer »barnglöð frá neyð og harmi,
á náttúrunnar heilaga barmi«.
En skáldin eru ekki ein um að njóta þessara gæða,
þó þau ein geti lýst því í fögrum og hrífandi orðum,
hvílík verðmæti náttúran gefur okkur mönnunum í
fegurð sinni, og hvernig hún síung og skapandi lyftir
mannssálinni í æðra veldi með tignarvaldi sínu.
Allir, sem starfa úti í náttúrunni vita, hver áhrif hún
hefur á sálarlíf þeirra; og jeg er sannfærð um, að það
er samneytið við hana og áhrif frá henni, sem hafa
haldið við frumleik í gáfum og heilbrigðum hug hjá
okkur fátæku og.afskektu alþýðu. Svo miklum frum-
leik, að alþýða okkar hefur alið og fóstrað tiltölulega
rnarga andlega afburðamenn, svo fámenn sem hún er.
En sá, sem hefur opin augu fyrir fegurð náttúrunn-
ar, reynir líka að fegra sitt eigið líf og venjur. Híbýli
hans verða hreinleg og smekkleg, þó þau ef til vill sjeu
fátækleg. Klæðaburður hans sömuleiðis, þegar dagstrit-
ið leyfir það. — Líf þeirra, sem geta notið fegurðar, er
þúsund sinnuni auðugra að hamingju og gleði heldur en
hinna, sem flest fagurt fer fram hjá. Dagleg störf