Hlín - 01.01.1927, Page 108
106
Hlín
þeirra gefa meira í aðra hönd. — Þegar móðirin kennir
barninu að halda sjer hreinlegu og fœra ekki úr lagi á
heimilinu, heldur prýða það eftir mætti, er hún að opna
sál þess fyrir fegurðinni í daglegu lífi. Þegar hún kenn-
ir því að virða störf annara, en spilla þeim ekki, að
leggja fram eigin krafta til að fegra, þá verndar hún
um leið heilsu barnsins og styður hagsmuni heimilis-
ins. Starf hennar er þá orðið umbótastarf. Hún vinnur
til að efla það fagra og góða. Og litli verkahringurinn
hennar hefur víkkað í augum hennar sjálfrar og feng-
ið dýpri og stærri þýðingu, bæði fyrir hana og aðra, af
því að hún unni fegurðinni. — Það eru máske engir
þættir í eðli mannsins, sem meira liggur á.að halda heil-
um og lifandi en sambandinu við hina frumlegu, skap-
andi, fögru náttúru. Slitni þau bönd, verður hjartað
að steini undir fargi hversdagsanna og áhyggju, alveg
eins og gróður löngu liðinna alda er orðinn í steinkol-
um jarðarinnar; þegar hann misti samband sitt við
móðurbrjóst jarðar, slitnaði af rótinni og lagðist undir
farg hinna dauðu eða deyðandi efna, varð hann sjálfur
að steingervingi, en ekki að lífrænum efnum í nýjum
gróðri.
Líkt er þeim farið, sem eyða æfi sinni innanum tóm
mannaverk. Stórborgarmaðurinn, sem alla æfi sína
vinnur ýmist í verksmiðjum eða í skrifstofum, í kaup-
höll, í sjúkrahúsi eða í þröngum og fátæklegum heima-
húsum, og hefur ef til vill aldrei í raun og veru sjeð há-
an, víðan himin eða gróna jörð, hann hlýtur að úrætt-
ast. Eðli hans spillist, fegurðarsmekkur hans sýkist og
missir frumleik sinn. Hann dáir einungis mannaverk
og fer — ef svo mætti segja — að dýrka falsguði, sem
gefa honum steina fyrir brauð. — Þeir, sem sækja sjer
andlega hressingu og nautnir í ljeleg leikhús, ómerki-
lega skemtistaði, í drykkjukrær eða í götulífið eitt, þeir
ausa ekki úr neinum heilsulindum, heldur úr eitruðum