Hlín - 01.01.1927, Page 109
Hlín
107
brunnum. Og árangurinn verður eftir því. Það eru þessi
lífskjör, sem skapa skríl stórborganna.
En til er önnur hætta fyrir mennina en sú, að vera
með ofbeldi lokaðir úti frá sambandi og samræmi við
lifandi náttúruna. Sú hætta býr í eigin brjósti og er leti
okkar og makræði, bæði andlega og líkamlega.
Það er, því miður, algengt, ef efni leyfa, að menn
hætti að erfiða bæði með höndum og huga, og hugsi
um það eitt að veita sjer lífið ljett og njóta þess, sem
hugurinn girnist, — en: »Ef starfinu linnir, er hjart-
anu hætt, hver hvíld er þá drepandi þreyta«, segir Ein-
ar H. Kvaran. Ef ekki er reynt á kraftana, þá þverra
þeir með tímanum. Þessvegna finnast líka oft í auð-
ugustu stjettunum menn og konur, sem eru lítið betur
stödd, hvað andlegt gildi snertir, heldur en skríll borg-
anna, þrátt fyrir ytri siðfágun.
Frægur málari hefur gert mynd þá, er heitir »Kvöld-
klukkurnar«. Hún er af manni og konu, er standa
vinnuklædd úti á kartöfluakri. Á bak við þau sjest í
fjarska lítið sveitaþorp. Yfir landslaginu hvelfist sól-
þrunginn, rjóður kvöldhiminn. Og vefur ljós hans litla
þorpið með kirkjunni, og hjónin sjálf í undur-þýðu
friðar-fögru ljósi, er roðar dökku frjómoldina, er þau
standa á. Þau hafa lagt frá sjer vinnutækin, tengt
hendur á brjósti og beygt höfuð sín í bæn og þökk, því
nú berast til þeirra hljómar kirkjuklukknanna, sem
hringja sólina til viðar, eins og víða er siður erlendis.
Þær hringja líka hvíld og frið yfir litla þorpið. Það er
eins og dularöfl himins birtist í kvöldljósinu og
klukknahljóminum og lýsi blessun sinni yfir starfandi
niannshöndinni, sem sækir næringu fyrir sál og lík-
ama að móðurskauti jarðarinnar.---------Já, starfið og
fegurðin fljettað saman, eru ótvíræðar heilsulindir. —
Vissulega er það hinn starfandi maður með opnum aug-
um fyrir fegurð og tign lífsins, sem byggir hina miklu