Hlín - 01.01.1927, Side 110
108
Hlín
byggingu: siðmenninguna, hvort sem hann starfar sem
verkamaður eða vísindamaður, listamaður eða stjórn-
vitringur. Ef við lítum til baka yfir sögu mannkynsins,
þá sjáum við að svo er.
Við eigum einnig ótal fleiri heilsubrunna en fegurð
og starf. Jeg vil aðeins nefna einn: andlegt samneyti við
góða og göfuga menn, bæði með viðræðum og kynningu
og gegnum góðar bækur. Bækur hefur öll íslensk al-
þýða stöðugt notað sem tæki til menningar. Enda eru
góðar bækur ekki síður rhikils virði en góður fjelags-
skapur. — Að hugsa sjer annað eins undur og það, að
þurfa ekki nema að rjetta út höndina, grípa lítinn, ljett-
an hlut, bókina, og opna hana. Og þá streyma inn í hug
lesandans hugsanir annara manna og reynsluauður
þeirra, líf þeirra og stríð, sæla þeirra og sorgir, vonir
þeirra og trú. — Gegnum bækurnar getum við sjeð
lengst aftur í rökkur fornaldar; sjeð hverja kynslóðina
af annari ganga fram hjá, starfa og deyja; þá næstu
birtast og halda áfram því verki, er hin fyrri hóf. Oft
sýnast þær vinna af ósjálfráðum hvötum, leiddar af
huldum mætti að takmarkinu, sem þær grunar ekki
sjálfar hvert er. En hvar, sem mannsandinn birtist
sjónum manna, hvoi*t það er á löngu liðnum öldum eða
þessum líðandi degi, þá eru dýrustu hnoss hans þau
sömu: Trú hans á mátt og sigur hins góða, vonir um
vaxandi þroska og fullkomnun, sterk og heilbrigð lífs-
og starfsgleði, og vonin um líf og nýjan þroskaveg bak
við takmörk þessa lífs. — Missi maðurinn sjónar af
þessum hnossum, þá missir hann lífsmátt sinn, líkt og
fuglinn, þegar vængur hans er brotinn, — Alt þetta og
ótalmargt fleira geta bækurnar opinberað.
Þegar jeg les bækur góðra höfunda, sem birta eðlileg-
ar og sannar mannlífsmyndir, hvort sem þær eru nýjar
eða fleiri alda gamlar, þá er mjer sem jeg heyrí fótatak
þúsund pílagríma, sem allir ganga sama veginn, braut-