Hlín - 01.01.1927, Page 111
Hlín
109
ina miklu, sem liggur út úr fornaldarmyrkrinu yfir nú-
tíðina og inn í ómælisgeim framtíðarinnar. — öll erum
við með í þeirri fylgd; öll lútum við sömu lögum: fæð-
umst, stríðum og deyjum. öll hefjum við augu okkar frá
jörðu og stefnum á ljósin, sem tendruð eru út um alla
geima. í áttina til þeirra berumst við áfram á vængjum
vonar og trúar.
Alt er undir því komið, að við berum gæfu til að lifa
svo, að þroski okkar og manngildi nái að Vaxa sem
mest, því að í sambandi við það eru öll önnur gæði fá-
nýt. — það eitt er sönn liamingja, að finna máttinn til
fullkomnunar í eigin sál.
Þó að framfarasporin sjeu stutt, þá gæti svo farið, ef
við brjótum ekki lögmál hins mikla máttar, sem leiðir
okkur, að sálum okkar væri áður en varir í skauti
mildrar móður jarðar vaxnir þeir vængir, er væru þess
megnugir að bera okkur áleiðis til draumalandanna
fögru, sem við sjáum í óljósum hillingum bak við ystu
takmörk lífs og dauða.
Aðalbjörg Benediktsdóttir.
Um sjónleiki
eftir Harald Björnsson.
Það hefur stundum verið sagt að ísl.
þjóðin væri gædd góðum dramatiskum
hæfileikum. Jeg get ekki dæmt um
sannleiksgildi þessara orða, en víst er
um það að upp á síðkastið hafa íslend-
ingar fengist mikið við sjónleiki, og
svo hefur það færst í vöxt nú á síð-
ustu árum, að þegar miðað er við íbúa-
tölu munu fleiri fást við leiklist á íslandi en nokkru