Hlín - 01.01.1927, Side 112
110
Hlín
öðru landi. — Jeg býst tæplega við því, að þessi ríka til-
hneiging íslendinga til sjónleikasýninga sje nein bein
sönnun fyrir því, að þeir sjeu sjerstaklega miklum
hæfileikum búnir í þessa átt, heldur sýnir hún aðeins,
að meðal landsmanna er áhugi og löngun til að kynnast
leiklist og leikritagerð, og er því ástæða til að halda, að
góð leikhús gætu orðið sterkur og áhrifamikill þáttur í
menningu landsmanna, gætu kent þeim margt það, sem
fest gæti rætur í hugsanalífi þeirra og orðið ándlegum
þroska þeirra að liði.
Mjer er vel kunnugt um það hverjum erfiðleikum það
er bundið að sýna sjónleiki á íslandi, einkanlega úti um
sveitir og í smærri kauptúnum. — Jeg hefi ekki á móti
því, að menn reyni sig á margvíslegum og erfiðum við-
fangsefnum, en jeg vildi óska þess, að þeir, sem takast
það á hendur að koma upp sjónleik, gerðu sjer það bet-
ur ljóst, en oft virðist vera raun á, hvað leiklist í raun
og veru er, og hve mikið þarf til af fjölbreyttum lista-
hæfileikum og vinnu við eina litla leiksýningu, ef hún
á ekki að missa algerlega marks, og verða til raunar,
en ekki til ánægju fyrir þá sem kunna að meta rjett
gildi sannrar listar. — Og óneitanlega er þeirra álit
meira virði en allra hinna til samans.
Að undanskildum leiksýningum fastra leikfjelaga er
sjónleikjum á íslandi venjulega komið upp í því skyni
að ná saman fje til eins eða annars málefnis, og oft
hefi jeg heyrt því varpað fram, að nokkuð einu gilti,
hvernig sýningin fari úr hendi, fólk komi vegna mál-
efnisins, og að þetta sje aðeins gert til gamans. En allir
ættu að minnast þess, að öllu gamni fylgir alvara,
einnig þó að um viðvaningsleiksýningar sje að ræða. —
Engum söngmanni eða hljóðfæraleikara mundi finnast
það vansalaust að syngja falskt eða leika skakt á hljóð-
færi sitt og með hangandi hendi, enda þótt að hann .
viæri aðeins að skemta með list sinni. Það sama kemur