Hlín - 01.01.1927, Blaðsíða 113
líl
Htín
til greina, þegar um leiklist er að ræða. Það er eitthvað
það í allri list seim er heilagt, og sem enginn hefur leyfi
til að vanhelga, með hirðuleysi eða óvandvirkni. Þegar
um það er að næða, verður hlutaðeigajidi að leggja fram
bestu hæfileika sálar sinnar, ef hann á að geta búist við
einhverjum árangri, og finnast jafnvel hið besta ekki
nógu gott.
Leikritaval.
Leiklist og leiksýningar er svo margbrotið og um-
fangsmikið efni, að ef skrifa skal um þá hluti, veit jeg
naumast hvar skal byrjað, nær skal hætt. Jeg veit það
af eigin reynslu, að mestu gallar smáleiksýninga á Is-
landi, eru oft meira að kenna þekkingarleysi en hæfi-
leikaleysi. — Jeg vil því með þessum línum byrja á
nokkrum leiðbeiningum, er ef til vill mættu verða til
gagns og stuðnings fyrir þá sem við leiksýningar fást,
án þess þó að jeg geti neitt verulega komið inn á svið
sjálfrar leiklistarinnar, sem tæplega verða settar regl-
ur um á pappírnum, er að verulegu gagni megi koma.
— Leikritavalið er hið fyrsta sem hlýtur að verða til
athugunar. Verður það að gerast með tilliti til húsnæð-
isins sem völ er á með hliðsjón af því, hvaða leikkröft-
um á er að skipa. í flestum tilfellum mun ráðlegast fyr-
ir smáleikflokka, sem litla eða enga þekkingu hafa í
þessu efni, að taka til meðferðar íslensk smáleikrit, þar
sem persónurnar eru íslenskt fólk, af þeim stjettum og
í þeim kringumstæðum, sem flestir þekkja, og sem því
meiri líkindi eru til að verði betur og rjettar sýndar,
en persónur útlendra leikrita, sem leikendur þekkja
lítil eða engin deili á. Um fram alt skal forðast leikrit
með mörgu fólki, dýrum búningum, og miklum leik-
sviðsútbúnaði, slíkt er viðsjárvert og dýrt, og ekki ó-
æfðra leikenda meðfæri. Aðalatriðið er ekki hvaö er
sýnt, heldur hvernig það er sýnt. Ljelegt leikrit, vel