Hlín - 01.01.1927, Síða 114
112
Illín
leikið, hefur margfalt meira listagildi á leiksviðinu,
heldur en gott leikrit sem er limlest af slæmum leik.
(Ekki má gleymast að fá leyfi höfundarins til þess að
sýna leik hans, og á hann rjett til borgunar fyrir sýn-
inguna, eftir því sem um semst. Ef ekki næst í höf., eða
ef hann ekki er á lífi, verður að snúa sjer til nánustu
ættingja hans, eða annara þeirra, sem hafa ráð á leik-
ritinu).
LeiðbeinwicLi.
Víða úti um sveitir á íslandi og í káuptúnunum eru
nú komin smá samkomuhús, og hef jeg tekið eftir því,
að leikflokkar á þessum stöðum bjarga sjer furðanlega
hvað húsrúminu viðvíkur. — Jeg vil því ekki dvelja við
þá hlið málsins í þetta sinn. — Þegar leikflokkurinn
hefur komið sjer saman um hvaða leikrit skuli sýna,
er nauðsynlegt að kjósa leiðbeinanda, umsjónarmann
og hvíslara (Sufflör). Verður öll vinna við æfingar og
sýningar margfalt Ijettari, ef þessir menn, þegar í byrj-
un, skifta á milli sín öllum verklegum framkvæmdum
og stjórn leikflokksins. Leiksýning hefur oft orðið ó-
mynd, sökum þess að stjórnanda hefur vantað.
Leiðbeinandi skal kosinn sá af flokknum, sem mesta
þekkingu hefur á leiklist, og sem best þekkir hæfileika
leikenda. Hann skipar svo niður í hlutverkin og segir
leikendum til á æfingum. Jafnframt því segir hann til
um, hvernig leiktjöldum skuli hagað, búningum og
gervi leikenda. — Enginn leikenda má sýna sig í gervi
og búningi á lejksviðinu án þess að leiðbeinandi hafi
litið eftir, hvort það er í samræmi við leikpersónu þá
sem á að sýna og falli vel við anda og efni leiksins.
Hvíslari (Sufflör).
Embætti hans er mikilsvert og vandasamt. Hann
verður því að vera á hverri æíingu, svo að hann verði