Hlín - 01.01.1927, Side 115
Hlín
113
vel kunnugur leikritinu og leikliætti hvers leikanda.
Hann hefur bók sjer, þar sem hann merkir við allar
þagnir, og annað það, sem hefur mikla þýðingu, eða
sem grípur inn í starf hans beinlínis eða óbeinlínis.
Hann fylgist með í hverri setningu, og verður á sama
augabragði að »kasta setningunni« upp á leiksviðið, e.f
leikarinn man ekki, annars kemur þögn, sem getur
stórskemt leikinn. Hann hefur hjá sjer bjöllu eða ham-
ar, og gefur með því merki um hvenær tjaldið skal
draga upp eða niður, hvenær hljóðfærasláttur byrjar
o. s. frv.
XJmsjónarmdöwr
hefur á hendi allan útbúnað leiksviðsins í samráði við
leiðbeinanda og málara. Hann sjer um að hlutir þeir
sem nota þarf á leiksviðinu sjeu til taks, ásamt smá-
hlutum þeim sem leikendur þurfa að nota, og í samráði
við leiðbeinanda og leikara ráðstafar hann leikbúning-
um. Til þess að ljetta undir hans margbrotna og erfiða
starf geta leikendur, hver um sig sjeð um sína búninga
og þá muni sem þeir þurfa að nota. Umsjónarmaður
gerir teikningu af gólffleti hverrar sýningar í leiknum,
og merkir við hvar hver hlutur á léiksviðinu á að
standa. Áríðandi er að hafa ekki fleiri hluti á leiksvið-
inu, en nauðsynlegir eru fyrir gang og efni leiksins, en
nauðsynlegt er að þetta sje í góðu lagi og til í tæka tíð,
svo að leikendur þurfi ekki að hafa áhyggjur og erfiði
af því milli þátta, þegar þeim ber nauðsyn til að hvíla
sig. Til þess að koma í veg fyrir gleymsku, er gott fyr-
ir umsjónarmanninn að skrifa upp alt það smálegt sem
nota þarf á leiksviðinu, sömuleiðis hvenær hann á að
grípa inn í gang leiksins með breytingu á birtu, hávaða
o. s. frv.
Þegar leiðbeinandi hefur skipað niður í hlutverkin,
8