Hlín - 01.01.1927, Side 116
114
Hlín
lætur hann skrifa hlutverk hvers leikara. Hvíslari, urn-
sjónarmaður og leiðbeinandi hafa hver sitt eintak af
leikritinu, þar sem þeir skrifa niður það sem þeir sjer-
staklega þurfa að muna viðvíkjandi gangi leiksins. Gott
er að láta festa auð blöð inn í bók leiðbeinandans (ann-
að hvort blað autt), þar skrifar hann sínar athuga-
semdir og reglur um háttalag leikaranna til orðs og æð-
is á leiksviðinu. Að þessu loknu kallar hann leikendur
saman, ásamt hvíslara og umsjónarmanni. Lesæfing er
þessi fyrsta æfing nefnd. Þar les leiðbeinandi ritið fyr-
ir leikendur, og gerir þær breytingar, er honum finst
við þurfa. Leikendur bera hlutverk sín saman við leik-
ritið og leiðrjetta villur sem slæðst hafa inn.
Fyrirkomulagsæfing.
Því næst byrja hinar venjulegu æfingar, og hin
vandasama og erfiða heimavinna leikarans við hlutverk
sitt. Fyrst er að kynna sjer vel og gaumgæfilega efni
og anda leiksins. — Hvenær gerist hann og hvar, á
hvaða tíma sólarhringsins og undir hvaða skilyrðum. í
hvaða ástandi er persónan, sem hlutaðeigandi leikari á
að leika. Hvað er hún gömul. í hvaða stjett er hún. Er
hún fátæk eða'rík, gáfuð eða heimsk, góð eða ill o. s.
frv. Alt þetta þarf leikarinn að gera sjer ljóst, áður en
hann byrjar á að skapa þá leikpersónu, sem hann
á að sýna. Enginn lærir það af bókum, hvernig leika
skuli þessa eða hina persónu. Besta ráðið er að nota
augu sín og eyru. Taktu eftir framkomu og orðalagi
bóndans og kaupmannsins. Hlustaðu eftir samtali al-
þýðumannsins og embættismannsins. Er ekki látbragð
og háttsemi unga sjómannsins, stúdentsins og skrif-
stofuþjónsins hvert á sína vísu? — Bóndakonan hagar
sjer öðruvísi en kaupmannskonan, og fas lögfræðings-
ins er alt annað en fas prestsins. Það vill oftast verða
svo, að sjá má á mönnum hverrar stjettar þeir eru,