Hlín - 01.01.1927, Side 117
Hlín
115
jafnvel þó að þeir ekki beri nein ytri merki stöðu sinn-
ar. Ákjósanlegt er því, að leikarinn hafi augun opin
fyrir öllum slíkum sjereinkennum, og sje fær um að
færa sjer þau í nyt á eðlilegan hátt.
Jafnframt því sem leiðbeinandi segir leikendum til
stjórnar hann æfingunum, leikendur verða að gera það
sem í þeirra valdi stendur til að ljetta undir hans erfiða
og vandasama starf. Friður og alvara verður að ríkja
á æfingunum, ekkert ónauðsynlegt samtal eða annar há-
vaði á að eiga sjer stað, og enginn má að erindisleysu
ganga yfir leiksviðið, meðan æft er.
Venjulega er hægt að komast af með 8—10 æfingar,
ef leikurinn er ekki mjög umfangsmikill. Ráðlegt er að
hafa léiktjöldin til taks, heldur fyr en seinna, og er
heppilegt að æfa með þeim, svo oft sem auðið er.
Búningaæfing.
Á annari eða þriðju æfingu fyrir aðalæfingu er æft
í búningum þeim, sem nota á í leiknum, svo að leikend-
ur venjist þeim, og leiðbeinandi geti dæmt um, hvort
þeir falli vel við einkenni hverrar leikpersónu, og sam-
svari efni og anda leiksins, og vitanlega verða leiktjöld-
in þá að vera fullgerð og alt annað sem nota á við leik-
sýninguna. Á næstu æfingu fyrir aðalæfingu koma leik-
endur fram í búningum og með þau gervi, er þeir ætla
að nota, það er nauðsynlegt að vanda til gervis sín, svo
mikla þýðingu hefur það fyrir leik hvers eins og fyrir
heildarsvip leiksins.
Abalæfing
er síðasta æfingin á undan leiksýningunni. Fer hún að
öllu leyti fram eins og sýning. Ekki er heppilegt fyrir
leiðbeinanda að grípa fram í aðalæfingu, heldur skal
hann gera sínar athugasemdir á eftir, þar sem hann