Hlín - 01.01.1927, Page 118
116
Hlín
annars getur átt á hættu, að hann trufli leikendur og
skemmi heildaráhrif æfingarinhar, sem á að vera próf-
steinn á vinnu og samleik leikenda á undanförnum æf-
ingum, og eftir þessari æfingu á að vera hægt að dæma
um það, hve mikið listagildi sýningin hefur í eina og
aðra átt.
Það er áríðandi að leikararnir sjeu andlega og líkam-
lega óþreyttir leikkvöldið, og þó að þeir kunni að vera
illa á sig komnir að einu eða öðru leyti, er ráðlegast að
forðast sterka drykki til þess að »hressa sig upp«. Þeir
gera aðeins ilt verra. V'erður það aðeins til áfellis fyrir
leikarann, ef á honum sjest vín, þar sem fátt ber
gleggri vott um tómlæti fyrir starfi sínu en það að inna
það af hendi drukkinn. Enginn áhorfandi hefur ánægju
af ölvuðum leikara, þegar efni leiksins ekki beinlínis
heimtar það. Á hinn bóginn sýnir leikarinn leiklistinni
með því megna lítilsvirðingu, sem enginn góður leikari
lætur sjer sæma.
SmúMutverlcin
eru sjaldnast eftirsótt. Mörgum leikanda finst það varla
ómaksins vert að fást við þau. Þetta er hinn mesti mis-
skilningur. Aukapersónurnar eru oft þær fullkomnustu
og best gerðu frá höf. hendi, og því eftirsóknarverðari
fyrir leikandann heldur en aðalpersónurnar, sem mjög
oft er missmíði á, og einmitt þessvegna verri viðfangs.
Meðferð textans.
Leikaranum ber skylda til að halda sjer við texta höf-
undarins, nema öðruvísi sje um talað. Mörgum sem
leika skophlutverk vill hætta til þess að bæta inn í frá
sjálfum sjer, er það mjög varh.ugavert, og.verður oftar
til meins en gagns. Og þó að um skophlutverk sje að
ræða, verður leikandinn að gæta þess að stilla leik sín-
um þannig í hóf að hann ekki fari langt út fyrir það