Hlín - 01.01.1927, Side 119
Hlín
117
sem hægt er að kalla eðlilegan leik. Einnig ber honum
að varast að bæta blótsyrðuan inn í setningar sínar, þó
það ef til vill kunni að vekja hlátur einstaka áhorfenda,
á það ekki að kitla leikandann til þess, að ganga þar
Iengra en höf. hefur ætlast til. ófögur orð á leiksviði
særa æfinlega fegurðartilfinningu góðra áhorfenda.
Það er og mjög óviðeigandi og smekklaust að bæta inní
fyrirbænum í tíma og ótíma. Leikandinn á að kappkosta
að tala móðurmál sitt hreint og óbjagað. — f leikhúsinu
og á prjedikunarstólnum eiga menn að heyra málið
hreinast og best talað. — Leikarinn á að reyna að temja
málróm sinn þannig, að hann verði skýr og hreimfagur.
Hvert orð verður að heyrast til ystu áhorfendasæta.
Það er skilyrði fyrir því, að áhorfendur geti metið list
leikarans.
Látbragð.
Látbragð og hreyfingar leikarans eru óaðskiljanlega
bundnar við list hans, og þesskonar verður ekki lært af
bókum. Fullkomnun næst í slíku með því að þroska lík-
ama sinn í dansi og leikfimi, með því nióti fæst sam-
svörun í hreyfingarnar, þær verða ósjálfrátt eðlilegar
og ljettar, En það gera sjaldan nema þeir, sem ætla að
gera leiklistina að lífsstarfi sínu. — Hreyfingarnar
verða að vera í samræmi við sinnislag og útlit persón-
unnar. Hetjan verður hlægileg, ef hún trítlar eftir leik-
sviðinu með smáum skrefum. Hinn dauðadæmi gríski
spekingur tekur eiturbikarinn á annan hátt, en ungur
kaffihússlæpiu gur nútímans tekur wiskýglasið sitt, eða
bóndakonan kaffibollan sinn. — f útl. bókum er til
mesti sægur af reglum þessu viðvíkjandi, sem er jafn
örðugt að muna og að nota. — Aðalreglan verður altaf
sú að hreyfa sig svo frjálslega, eðlilega og rólega á leik-
sviðinu sem leikaranum er unt, án þess þó að verða
staurslegur. — Erfiðast er oft fyrir byrjandann að vita,