Hlín - 01.01.1927, Qupperneq 120
118
Hlín
hvað hann á að gera af höndunum á sjer. En ef hann
lifir sig svo inn í hlutverkið, að hann gleymir því að
hann er að leika, þá gleymir hann líka höndunum á sjer,
og alt látbragð hans verður eðlilegt og óþvingað — og
það er spor í áttina til annars meira á sviði listarinnar.
í sambandi við þetta væri ekki úr vegi að minna á
orð leikritaskáldsins fræga, Shakespears, þar sem hann
lætur Hamlet gefa leikaranum ráðleggingar.
Hamlet segir: »Segið nú þessa setningu eins og jeg
»hefi sagt hana; Ijett og eðlilega, því ef þjer viljið hafa
»eins hátt og mörgum leikurum er tamt, þá get eg alveg
»eins látið turnvörðinn* hrópa vers mín út yfir borgina.
»Þjer megið heldur ekki slá höndum um skör fram,'en
»farið að öllu rólega, því jafnvel í sterkasta stormi á-
»stríðna og tilfinninga verðið þjer altaf að stilla leik
»yðar og háttsemi vel í hóf. Gefur það list yðar ljett-
»leika og mýkri blæ. Verið heldur ekki altof tilbreyt-
»ingarlausir, en látið smekk yðar leiðbeina yður, látið
»hreyfinguna samsvara orðinu, og orðið hreyfingunni,
»og gætið þess af alhug, að leikur yðar sje náttúrlegur
»og laus við ýkjur, því alt þesskonar er andstætt insta
»eðli leiklistarinnar. Frá upphafi hefur hlutverk henn-
»ar verið það, og verður það einnig í framtíðinni, að
»sýna mannlífinu þess eigin spegilmynd, að sýna dygð-
»inni hennar eigin andlitsdrætti, og lestinum hans
»rjettu mynd, og núlifandi kynslóðinni, sem er ímynd
»nútímans, hennar eígið líf, kosti hennar og ókosti.
»Þegar petta er ýkt eða dauflega sýnt, getur það ef til
»vill komið fáráðlingum til að hlægja, en hinum gáfaða
»og mentaða, sem ann listinni, hryggir það aðeins, og
* 1 leikhúsum Shakespeares-tímans tilkynti turnvörðurinn
byrjun leiksýningarinnar með hrópum og köllum frá efsta turni
leikhússins.