Hlín - 01.01.1927, Page 121
Hlí
119
»hans aðfinslur og óánægja er þyngri á metunum. —
»Það hljótið þjer að samsinna.
»Jeg hef sjeð marga leikara, sem hafa hlotið mikið lof,
»en sem að mínum dómi hvorki töluðu eða gengu sem
»kristnir menn eða heiðingjar. Þeir bljesu og öskruðu
»meira en nokkur menskur maður gerir. Þeir sem leika
»fífl, hafa ekki leyfi til að bæta inn í hlutverk sín setn-
»ingum frá sjálfum sjer, þó að þeir ef til vill geti kom-
»ið áhorfendunum til að hlægja með því móti. Þetta er
»rangt og óviðeigandi og sýnir aðeins hjegómaskap
»hlutaðéigandi leikara<!.
Þessar athugasemdir eru svo fyndnar og rjettar, að
þrátt fyrir aldirnar sem liðnar eru, síðan þær voru
skrifaðar, hitta þær ennþá naglann á höfuðið. Síðan
hafa margar leikstefnur komið upp, lifað og dáið, en
Shakespeares orð lifa enn. — Hver leiðbeinandi ætti að
láta lærisveina sína læra þau utanað og muna þau alla
æfi.
Kaupmannahöfn í júní 1927.
Har. Bjömsson.
Afstaða kvenna til
jafnrjettismálanna.
Erindi, flutt á almennri samkomu á Blönduósi 26. júní 1927
af Sigurlauyu Knudsen, Breiðabólsstað í Vesturhópi.
Ef maður vill tala, er fyrst að velja efnið. Ljet jeg
þar hendingu að nokkru ráða, rakst á grein í 5. tölubl.
»19. júní« þ. á. Datt mjer í hug að tala nokkur orð um
þessa grein. — Ef yður nú finst hjer kenna ádeilu,
þá er þó ekki tilgangur minn að lasta blaðið*sem flytur
og flutt hefur margar góðar, fróðlegar og vekjandi