Hlín - 01.01.1927, Page 122
120
Hlín
greinar. Fyrirsögn hennar er »Einkennilegt jafnrjetti«.
Mjer fellur ekki greinin. Hún er svona:
»í nærfelt 20 ár hafa konur haft kjörgengi og kosn-
»ingarjett í málefnum bæja- og sveitastjórna. Það eru
»nú full 16 ár síðan karlmenn með örlátri hendi sam-
»þýktu lög um að enginn greinarmunur skyldi gerður
»á körlum og konum, að því er embættaveitingar
»snertir. Og til þess að fullkomna verk sitt, að gera
»konur sjer jafnar að borgaralegum rjettindum, veittu
»þeir, með stjórnarskránni 1915, konum kosningarjett
»og kjörgengi til Alþingis. Það lítur því ekki út fyrir
»að mikið skorti á, að land vort sje land algjörs jafn-
»rjettis, og vel getur það stært sig af því, að vera
»framarlega í flokki þeirra landa, sem fyrst urðu til
»þess að gera alla þegna sína jafna að lögum.
»Ef á þetta er litið, mátti telja óþarfa eða jafnvel
»hlægilega tillögu þá, sem samþykt var á almennum
»kvennafundi í Reykjavík í byrjun yfirstandandi þings,
»þar var skorað á Alþingi og ríkisstjórn að hlutast til
»um, að færar konur yrðu skipaðar í hinar ýmsu
»nefndir, sem fjalla eiga um mikilsverð mál, er varða
»almenning. En tillaga þessi var borin fram í fullri
»alvöru og að fullkomlega gefnu tilefni. Og hún er
»meira að segja ekki hin fyrsta í sinni röð. Tillögur
»sama efnis hafa áður verið samþyktar og sendar Al-
»þingi. Þessi var þeirra víðtækust og ákveðnust.
Árlega eru hjer settar á stofn ýmsar ráðgeíandi
»nefndir, eða nefndir til að rannsaka mál og undirbúa.
»í allar þessar nefndir hafa konur að lögum sama að-
»gang og karlmenn, og í öllum þessum nefndum væri ó-
»efað til bóta, að kona ætti sæti; konur hafa, starfsviðs
»síns vegna, þekkingu á ýmsu, sem karlmönnum vill
»sjást yfir, og öll skilyrði til að vera góðir liðsmenn við
»nefndastörf. En hingað til hafa þeir, sem slíkar nefnd-
»ir skipa, gengið fraan hjá konunum. Hjer hafa setið á