Hlín - 01.01.1927, Qupperneq 123
Hlín
121
»rökstólum: mentamálanefndir, tollmálanefndir, at-
»vinnumálanefndir o. m. fl., en í engri þeirra hefur
»kona nokkru sinni átt sœti. Að eins ein nefnd hefur, að
»að því er vjer vitum til, konu á að skipa, það er Lands-
»spítalanefndin. Og sú kona er enginn liðljettingur í
»störfum nefndarinnar. Vjer efumst um að öll atriði
»hefðu orðið jafn vandlega athuguð, án afskifta henn-
»ar. í hvert sinn sem hingað er von tiginna gesta, eða
»einhver hátíðleg tækifæri eru í vændum, svo sem nú
»Alþingishátíðin 1930, eru móttökunefndir skipaðar.
»Konur koma þar hvergi nærri.
»Hvort er þetta nú heldur af því, að karlmenn vilji
»eigi að konur taki þátt í störfum með þeim, eða af
»því þeir treysti þeim ekki til þess. Konur hafa í ein-
»feldni sinni haldið að hvorugri þessara ástæða væri til
»að dreifa. Þær hjeldu að þetta sprytti af gleymsku og
»hugsunarleysi. Og til þess að minna á að hjer eru til
»konur, sem hafa hœfileika til að starfa, og sem vilja
»leggja á sig störf í þágu þjóðfjelagsheildarinnar, sam-
»þyktu þær tillöguna. Tillagan var síðan send Alþingi,
»og gerðist landkjörinn þingmaður, Ingibjörg H.
»Bjarnason, flutningsmaður svohljóðandi þingsálykt-
»unartillögu um skipun opinberra nefnda:
»»Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að sjá
»svo um, að færar konur íai sæti í hinum ýmsu nefnd-
»um, sem skipaðar kunna að verða í ýms mikilsvarð-
»andi mál, er varða almenning, hvort sem það eru
»milliþinganefndir eða aðrar fastar nefndir, t. d. í öll
»fræðslumál, heilbrigðismál, byggingarmál (opinberra
»bygginga, svo sem skóla, sjúkrahúsa o. fl.), fátækra-
»mál, atvinnumál, tollmál, móttökunefndir við hátíðleg
»tækifæri o. s. frv.««
»í framsögu gat flutningsmaður þess, að hjer væri
»eigi gerð nein tilraun til að draga umráð úr höndum
»karlmanna, nje heldur nein tilraun til byltingar. Til-